Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í Norðvestri

Sturla BöðvarssonSkv. kjördæmakönnun Gallups í Norðvesturkjördæmi mælist Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá kjördæmakjörna þingmenn þar. VG mælist nú meira en helmingi stærri en í kosningunum 2003. Samfylking og Framsóknarflokkur missa báðir umtalsvert fylgi og kjördæmakjörinn þingmann. VG bætir við sig manni. Þingmönnum kjördæmisins fækkar um einn. Íslandshreyfingin nær skv. þessu ekki kjördæmakjörnum manni inn.

Sjálfstæðisflokkur: 30,1% (29,6%)
VG: 23% (10,6%)
Samfylkingin 15,7% (23,2%)
Framsóknarflokkur: 13,7% (21,7 %)
Frjálslyndi flokkurinn: 12,9% (14,2%)
Íslandshreyfingin: 4,4%

Þingmenn skv. könnun


Sturla Böðvarsson (Sjálfstæðisflokki)
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson

Jón Bjarnason (VG)
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

Guðbjartur Hannesson (Samfylkingu)

Magnús Stefánsson (Framsóknarflokki)

Guðjón Arnar Kristjánsson (Frjálslynda flokknum)

Fallin skv. könnun


Anna Kristín Gunnarsdóttir
Kristinn H. Gunnarsson

Þetta er merkileg niðurstaða. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin tapa umtalsverðu fylgi, bæði missa tæp tíu prósentustig og mann. Frjálslyndir mælast nærri kjörfylginu 2003. Íslandshreyfingin virðist ekki vera að fá neitt alvöru start. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög vel yfir kjörfylginu og með þrjá kjördæmakjörna.

VG bætir umtalsverðu fylgi við sig og eru greinilega á mikilli siglingu í kjördæminu undir forystu Jóns Bjarnasonar. Þessi könnun hlýtur að vera mikið áfall fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk, sem standa greinilega illa á þessum tímapunkti. Anna Kristín er greinilega kolfallin af þingi skv. þessu en staða Kristins H. er í óvissu.

Þetta er allavega athyglisverð mæling, sem gefur ágætis vísbendingar og pælingar í pólitísku umræðuna.


mbl.is VG bætir við sig í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Alfreð Kristinsson

Það væri glæsilegt að halda Einari Oddi inni þar sem kjördæmakjörnum fækkar um einn. 

Jóhann Alfreð Kristinsson , 11.4.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við verðum að halda Einari Oddi inni. Hann er bara snillingur.

Fannar frá Rifi, 11.4.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband