Leyndarhjúpurinn yfir fjöldamorðinu minnkar

Fjöldamorð í Virginíu Leyndarhjúpurinn yfir hinu skelfilega fjöldamorði í Virginíu minnkar sífellt. Nú hefur verið tilkynnt að byssumaðurinn hafi verið 23 ára námsmaður frá S-Kóreu, Cho Seung-Hui að nafni. Ástæður þessa voðaverks liggja enn ekki fyrir og líklega mun meira skýrast. Ég las áðan viðtal við lækni sem fór yfir meiðsli þeirra sem féllu í valinn. Hið minnsta þrjú skotsár voru á hverjum og einum þeirra og var árásin því óvenju kuldaleg og brútal.

Er reyndar með engu móti vitað hvort sami maðurinn hafi staðið að báðum tilfellum. 2 létust í heimavistinni, ef marka má fréttir, og yfir 30 í skólahúsnæðinu sjálfu. Þær eru ófagrar lýsingarnar af árásunum. Nokkrir sluppu lifandi með að þykjast vera látnir og sýna ekki lífsmark þar til þeim var óhætt að gera grein fyrir sér. Það vakna margar spurningar yfir þessu máli öllu. Það sem mér finnst standa helst eftir er sú staðreynd að tveir tímar liðu á milli skotárásar í skólahúsnæði og heimavist nemenda. Það er mikill áfellisdómur yfir yfirvöldum á staðnum.

Þetta er fjarri því fyrsta skotárásin þar sem óður byssumaður skýtur niður allt sem á vegi hans verður og er varla sú síðasta. Það er bitur staðreynd auðvitað. Allir þekkja fjöldamorðin sem ég vék að í gær, meira að segja gerðist svona í kyrrlátum skoskum skóla fyrir ellefu árum. Þar voru sextán felldir. Þetta er skelfilegt og það er erfitt að finna einhverja eina töfralausn. Ein þeirra er þó að endurskoða byssulög og herða viðurlög en það er ekki ein gullin töfralausn, enda hefur sannast að sé nógu kaldrifjaður vilji að baki þess að gera slíkt og hugurinn að baki er brenglaður getur fátt stöðvað hann.

Þetta fjöldamorð vekur fólk til umhugsunar að mörgu leyti. Fyrst og fremst er þetta áfall fyrir bandarískt samfélag. Það að slíkur voðaverknaður eigi sér stað í kyrrlátum bandarískum skóla, því sem á að vera fyrirmyndarsamfélag, rólegt og yfirvegað, er sláandi og fær fólk til að hugsa hlutina að mörgu leyti algjörlega upp á nýtt.

mbl.is Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein. Það er rétt að það er engin töfralausn til en þó er hægt að draga úr líkunum að svona gerist með því að takmarka byssueign. Vandinn er hins vegar sá að nú þegar eru milljónir löglegra manndrápstóla í umferð og truflað fólk getur hæglega orðið sér út um slík vopn.

Benedikt Halldórsson, 17.4.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég tek undir það. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að herða byssueign og setja ströng viðurlög í þeim efnum. Það á að vera grunnmál og vonandi mun þessi harmleikur leiða til þess að umræðan í þessum efnum komist á annað og farsælla stig en áður hefur verið í Bandaríkjunum. En heilt yfir er ljóst að fjöldamorð hafa víðar verið framin með því að fólk sé stráfellt með skotvopni en grimmúðlegur skali þessa tilfellis mun vonandi fá fólk til að hugsa um að herða byssulög. Ég hef sjálfur alltaf verið á móti skotvopnum til einkaafnota og vildi helst banna það að nær öllu leyti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.4.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband