Dramatískur föstudagur í Houston

Umsátrið við NASA Það var dramatískt að fylgjast með fréttamyndunum frá umsátrinu við NASA í Houston í kvöld. Umsátri lögreglu þar lauk með því að vopnaður maður framdi sjálfsmorð og skaut til bana annan gísl sinn. Þessi atburður varð á þeim degi er átta ár voru liðin frá fjöldamorðinu í Columbine-skólanum í Denver. Kuldaleg áminning um þann skelfilega dag, sem skók Bandaríkin.

Bandaríska þjóðin er enn að jafna sig á fjöldamorðunum í Virginia Tech á mánudag. Það er þjóðarsorg í Bandaríkjunum. Það er ekki fjallað um annað vestanhafs en þennan blóðuga mánudag og bakgrunn alls sem fylgdi þessu skelfilega fjöldamorði. Þetta var svartur endir á vondri viku í bandarísku samfélagi. Það var ekki löng stund liðin frá því að fregnast hafði af því sem var að gerast í Houston er fréttastöðvarnar voru komnar með útsendingu þaðan og var sjónarhornið á húsið úr flugvél það fyrsta sem blasti við er ég skipti yfir á erlenda fréttastöð.

Það er ekki hægt að komast hjá því að þessir sorglegu atburðir leiði til spurninga um hvert bandarískt samfélag er að stefna. Þetta er napur vitnisburður slæmra tíðinda. Það mun taka langan tíma fyrir bandarískt samfélag að jafna sig á mánudeginum blóðuga í Virginia Tech. Minningin um þriðjudaginn 20. apríl 1999 vaknaði mjög skarpt þann dag og það var kuldalegt að heyra fyrst fréttir um það sem var að gerast í Houston á sama degi, 20. apríl.

Það er erfitt um að spá hvaða eftirmálar þessar tvær skotárásir hafa, þær eru reyndar ólíkar en samt ansi skelfilegar. Eflaust hefst einhver umræða um hvort breyta eigi hinum umdeildu bandarísku byssulögum. Fyrst og fremst vekur þetta spurningar um veikar hliðar bandarísks samfélags. Það er með ólíkindum að heyra meira af fjöldamorðingjanum í Virginia Tech, sem var klassískt tilfelli fjöldamorðingja og ótrúlegt að ekki hafði verið brugðist við honum.

Það er reyndar erfitt að taka á svona tilfellum. Þetta eru tifandi tímasprengjur. Sérstaklega verður fróðlegt að heyra meira um bakgrunn þess sem stóð fyrir umsátrinu í Houston. Það þarf varla að deila um hvert verði aðalfréttaefni bandarískra fjölmiðla næstu dagana eftir þessa blóðugu viku í rólegu bandarísku samfélagi, þar sem engin aðkallandi ógn eða vígvöllur blasir við.

mbl.is Vopnaður maður í NASA drap gísl sinn og síðan sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband