Hvar er allt "fræga" fólkið?

Íslandshreyfingin Ég varð svolítið hissa áðan þegar að ég sá nöfnin yfir efstu menn á lista Íslandshreyfingarinnar hér í Norðausturkjördæmi. Þar eru nöfn sem ég kannast ekki við. Biðin eftir þessum lista og fleirum frá þessum flokki hefur verið nokkur og átti maður von á að þau myndu flasha einhverjum stórnöfnum til að reyna að hífa flokkinn úr þeirri vondu stöðu sem hann er í almennt í skoðanakönnunum.

Ekki eru þessi frægu nöfn að koma fram til sögunnar til framboðs og ekki sjást þau hér allavega í þessari nafnarunu, þó eflaust sé þetta allt hið mætasta fólk. Það er greinilega stórvandi þessa flokks að hann segist vera hægri grænn. Hvar er þá allt hægrafólkið? Það er von að spurt sé þeirrar stóru spurningar. Á þetta kannski að vera flokkur til vinstri í dulargervi? Á kannski að reyna að segja manni að lykilforystufólkið þarna utan mögulega Ómars Ragnarssonar sé ættað frá hægri?

Það er greinilegt skv. skoðanakönnunum að þessum flokki er ekki að takast með neinu móti að eiga nein þáttaskil í pólitískri umræðu. Hann er ekki að taka neitt fylgi frá hægri. Hann er að taka frá vinstri. Og ekki er ég hissa lítandi yfir þann mannskap sem þau hafa. Ég er ekki fjarri því að telja að tilkoma þessa flokks hafi verið hin mesta blessun sem Sjálfstæðisflokkurinn gat orðið vitni að í þessari kosningabaráttu.

mbl.is Hörður Ingólfsson í fyrsta sæti Íslandshreyfingarinnar í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér létti við að lesa þetta frá þér Stefán. Ég hélt að ég þekkti ekki þessi nöfn af því að ég væri svo mikið aðkomuþúveist

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sammála Önnu með þetta... nema í mínu tilfelli var það óttinn við að vera orðinn svona rosalega brottflutturþúveist

Þorsteinn Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband