Ný og glæsileg heimasíða Sjálfstæðisflokksins

Þorgerður Katrín og Geir H. Haarde Nú hefur ný og glæsileg heimasíða Sjálfstæðisflokksins opnað á slóðinni xd.is. Þar er lesendum boðið að koma með spurningar sem Geir og Þorgerður Katrín svara svo í vefvarpi heimasíðunnar. Þar eru ítarlegar upplýsingar um frambjóðendur flokksins og kosningamál hans í aðdraganda þingkosninganna eftir tæpar þrjár vikur.

Ein stóra nýjungin er einmitt fyrrnefnt vefvarp þar sem eru ýmsar klippur; allt í senn frá nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kynningar á lykilmálum kosningabaráttunnar. Þetta er ferskur vefur með nýjar áherslur og er svo sannarlega tákn nýrra tíma hjá flokknum.

Það er víst óhætt að segja að enginn flokkur hérlendis bjóði upp á ferskari og gagnvirkari heimasíðu. Sjón er sögu ríkari, lesendur góðir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Stefán Friðrik og gleðilegt sumar !

Merkilega líkt Norður- Kóreu munstrinu, persónudýrkunin er einhver sú ískyggilegasta mynd lágmenningarinnar. Annars, að öðru Stefán;; Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn mörg ár enn, í ríkisstjórn, til þess að hreinsa upp sóðaskapinn, gagnvart gamalmennum og öryrkjum ? 160 - 1600 - 16000 - 160000 eða jafnvel 16000000 ár ? Jah.... það er ekki nema von, að Sjálfstæðisflokkurinn þykist geta talað niður, til annarra.

Þökkum fyrir, Stefán minn, að við skulum ekki vera í stöðu þeirra, hverjir lakast standa, nú um þessar mundir.

Með beztu kveðjum, í Norðuramt / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 02:36

2 identicon

Þetta er bara glæsilegt. Flottur vefur. Nú vantar ekkert nema möguleika til að virkja skoðanakannanir um helstu mál á hverjum tíma. Væri það nú ekki fullkomið lýðræði að flokksfélagar gætu með beinum hætti komið að mótun ákvarðana? Til dæmis mætti spyrja menn nú, hvaða stjórnarmynstur hugnast kjósendum sjálfstæðisflokks best eftir kosningar. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband