Frábær frammistaða hjá Geir í Kastljósi

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð sig mjög vel í leiðtogayfirheyrslu í Kastljósi í kvöld. Þetta var frábær frammistaða. Mér finnst Geir vera að brillera í þessari kosningabaráttu, hann er mjög sterkur flokksleiðtogi og hefur á sér blæ trausts og mikils styrkleika. Geir hefur langan stjórnmálaferil að baki og mun verða starfsaldursforseti þingflokks Sjálfstæðisflokksins eftir þingkosningar.

Mér fannst sterk staða Geirs kristallast mjög vel á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum vikum. Þar kom hann fram sem sterkur leiðtogi og að mínu mati hefur hann aldrei verið öflugri á löngum stjórnmálaferli sínum en einmitt þá. Stór styrkleiki Geirs er einmitt að hann er gjörólíkur Davíð Oddssyni, forvera sínum á formannsstóli. Hann er ekki að reyna að leika hann, heldur kemur fram á eigin forsendum.

Geir svaraði spurningum fumlaust í kvöld og talaði mjög hreint út um mörg lykilmál. Í þættinum var m.a. spurt um stöðu Árna Johnsen, fyrrum alþingismanns, innan flokksins hvað varðar skiptingu embætta eftir kosningar verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Árni hefur verið umdeildur mjög í stjórnmálum í vetur og mjög skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um stöðu hans, en hann verður alþingismaður að nýju eftir tólf daga. Svör Geirs í þessum efnum voru afgerandi í kvöld og eru ánægjuleg að mínu mati.

En þetta var semsagt góður þáttur. Geir er að standa sig vel í kosningabaráttunni og stendur mjög vel að vígi. Margir hafa sagt að stóra spurning kosningabaráttunnar verði hversu sterk staða Geirs H. Haarde verði að morgni 13. maí. Er ekki fjarri því að svo sé. Hann virðist vera með pálmann í höndunum, hann hefur stuðning landsmanna og nýtur trausts. Það er gott veganesti á lokaspretti kosningabaráttunnar. Og ekki er ég hissa á þeirri sterku stöðu miðað við frammistöðu hans í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

bestu kveðjur!hafðu það nú gott kv adda

Adda bloggar, 30.4.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Adda mín. Hafðu það sem allra best! ;)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.4.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kíki á endursýninguna í kvöld

Heiða Þórðar, 30.4.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Missti af Geira brosi. En hvernig fannst þér Villi Vill standa sig :) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2007 kl. 23:08

5 identicon

Sæll Stefán .

Ég er sammála þér um að Geir hafi staðið sig vel í kvöld. Hann er yfirburðamaður í íslenzkri pólitík um þessar mundir. Ég held hinsvegar að það sé frekar óheppilegt að vera með einhverjar yfirlýsingar um hvort einstakir þingmenn verði ráðherrar eður ei eftir kosningar, ef svo fer að Geir verði í aðstöðu til að hafa áhrif á það.

Í fyrsta lagi á eftir að kjósa og í öðru lagi sagði Geir að þingflokkurinn tæki endanlega ákvörðun um ráðherravalið ef ég heyrði rétt.

Það væri frekar hallærisleg uppákoma fyrir Geir ef þingflokkurinn vildi nú að 'Arni yrði t.d. samgönguráðherra, en í því embætti myndi hann eflaust standa sig vel.

Ég tel sem sagt að það hafi verið óþarfi hjá Geir að taka svona til orða. Hann gat auðveldlega snúið sig út úr svona spurningu með öðrum og jafnframt afgerandi hætti. Mér hefði þótt það ánægjulegra.

En Geir er frábær.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Geir hefur vaxið jafnt og þétt undanfarið, og er að toppa á hárréttum tíma, eins og sagt er. Mér fannst hann óöruggur á stundum þegar hann tók við kyndlinum af Davíð, en það hefur verið þéttur stígandi í honum - og í dag sé ég engan hinna flokksleiðtoganna eiga séns í hann. 

Jón Agnar Ólason, 30.4.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

hann var hundleiðinlegur og svæfandi. en það kemur sér örugglega vel fyrir þá sem hyggja á frama í Sjálfstæðisflokknum að mæra Geir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.4.2007 kl. 23:58

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg rétt hjá þér Stefán að frammistaða Geis var frábær.
Geir hefur vaxið mjög sem formaður frá því hann tók við og vonandi fær íslenska þjóðin að njóta þess í 4.ár í viðbót að hann sé forsætisráðherra.

Óðinn Þórisson, 1.5.2007 kl. 09:37

9 identicon

Sæll, Stefán Friðrik og skrifararnir !

Forkastanlegt, að sjá skrif sumra, hér að ofan. Geir H. Haarde er einhver sá rammasti peningaplokkari, hver verið hefir í stól fjármálaráðherra, frá lýðveldisstofnun. A.m.k. hrósar mín auma pyngja ekkert fjárútlátunum, til ýmissa heimskuverkefna ríkisins, hverjum þessi piltur hefir haft á hendi, og staðið fyrir; allt til þessa dags. Mikið andskoti eruð þið lítillátir, og bljúgir; þið skrifarannna, sem mærið þennan garp.

Annars minnir Ísland, og þar með fjöldi Íslendinga; mig, meir og meir á Norður- Kóreu, og alsæluna þar, hjá hinum geðþekka Kim Jong-il. Það er eins, og það dugi þeim Geir og Kim, að koma áferðarfallegir fram í sjónvarpi, að þá skuli obbi landslýðs, falla fram; í einhverri yfirnáttúrulegri auðmýkt. Einna mest er ég hissa á þér; Stefán Friðrik, að hrósa þessum pilti, gagnrýnislaust, út í eitt. Hefi talið þig upplýstari, en svo, lagast vonandi, enda ert þú, að upplagi með góða greind og skynsemi, síðan þín sýnir það, daglega, að öðru jöfnu.

Kannski við hæfi, það er jú 1. Maí, í dag; og upplagt að mæra sem mest, þá, hverjir halda kjörum verkafólks, sem allra vinnandi stétta, sem lengst; og bezt niðri. Jah... sei sei, Stefán minn. Ég er kominn með velgju, nánast upp í kok. Reyni þó, að fá mér eina sígarettu (mjög ófínt, í dag; hjá pempíum þessa lands), að lokinni sendingu þessa bréfs, til þín. 

Með beztu kveðjum, í Norðuramt og víðar / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:11

10 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Frændi og nafni ég er þér hjartanlega sammála.

Geir var ekki með neinar orðalengingar heldur talaði hreint út. Ég held samt að þeir séu ekki svo ólíkir þeir Geir og Davíð. Tala báðir hreint út og segja það sem þeir meina og öfugt. Stjórnmálaskoðanir þeirra eru heldur ekki ólíkar þó að menn telji Geir meiri miðjumann en Davíð. Einkar gáfaðir og röggsamir menn báðir tveir. Geir er hinsvegar ekki eins umdeildur og Davíð og er vinsæll út fyrir raðir okkar sjálfstæðismanna. Það er kannski hans helsti styrkur, þ.e. hvað hann er óumdeildur, heiðarlegur og heill stjórnmálamaður. Mönnum tekst ekki að ná höggi á honum. Mótvægið við ISG er horfið eins og sést á fylgi Samfylkingarinnar.

Bestu kveðjur,

Stefán Þór Helgason, 1.5.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Og Villi Vill? Hvað er að frétta af honum og "lóðaokrinu" hans?) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.5.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband