1.5.2007 | 22:52
Áratugur frá kosningasigri Verkamannaflokksins
Á þessu kvöldi er áratugur liðinn frá sögulegum kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi, sem er sá mesti í breskri stjórnmálasögu. Með þeim sigri var endi bundinn á átján ára valdaferil Íhaldsflokksins, sem komst til valda í maí 1979 undir forystu Margaret Thatcher. John Major missti völdin eftir stormasöm sjö ár við völd og Tony Blair fékk afgerandi umboð til að taka við völdum í Downingstræti 10. Íhaldsflokkurinn varð fyrir sínum mestu skakkaföllum í breskri stjórnmálasögu og missti heil 178 þingsæti í einu vetfangi.
Síðasti kosningasigur Íhaldsflokksins, sem vannst í þingkosningunum 1992, var þó ekki síður sögulegur. Það var þó ekki stórfenglegur sigur í tölum, en umfram allt sigur á skoðanakönnunum. John Major, sem hafði tekið við völdum mörgum að óvörum í nóvember 1990 er Margaret Thatcher missti sterk tök sín á Íhaldsflokknum í innanflokksátökum, tókst þvert á allar skoðanakannanir baráttunnar að halda völdum og tryggja með því fjórða sigur Íhaldsflokksins í röð. Tímabilið varð þó Major erfitt. Hann náði ekki að verða sterkur leiðtogi og örþunnur meirihluti íhaldsmanna minnkaði sífellt eftir því sem leið á tímabilið.
Eftir þann ósigur endurnýjaði Verkamannaflokkurinn sig. Neil Kinnock sagði af sér eftir tvo erfiða kosningaósigra. John Smith varð eftirmaður hans. Allar kannanir eftir leiðtogakjör hans sumarið 1992 sýndi afgerandi stöðu flokksins. Flest benti til þess að hann yrði forsætisráðherra Bretlands í næstu þingkosningum. En þá gripu örlögin í taumana. Smith varð bráðkvaddur 12. maí 1994. Hann fékk tvenn hjartaáföll, annað á heimili sínu og hitt í sjúkrabíl á leið á spítala. Hann lést áður en þangað kom. Hann hafði verið hjartveikur og fengið hjartaáfall árið 1988 en samt talinn heill heilsu og ekki metinn í áhættuhóp. Dauði hans varð áfall fyrir Verkamannaflokkinn.
Við dauða John Smith sömdu Tony Blair og Gordon Brown, ráðandi menn innan flokksins í skuggaráðuneyti hans, um skiptingu valda. Samið var um að Blair færi fram í leiðtogaslaginn með afgerandi stuðningi stærstu afla flokksins en á móti fengi Brown lykilstöðu í ríkisstjórn eftir að Blair yrði forsætisráðherra. Síðar, undir lok annars kjörtímabils við völd, myndi Blair hliðra til fyrir Brown. Eins og frægt er orðið var samkomulagið svikið og fjallaði ég um það í öðrum pistli hér fyrr í vikunni. Blair var kjörinn leiðtogi flokksins með yfirburðum sumarið 1994. Hann hélt áfram verki John Smith og umbylti flokknum algjörlega. New Labour varð yfirheiti nýrrar stefnu.
John Major reyndi að fresta kosningum eins lengi og mögulegt var. Kjörtímabil ríkisstjórnar er fimm ár, en jafnan er þó þing rofið á fjórða ári kjörtímabils. Sama leikinn hafði hann reynt árið 1992 við góða lukku, tryggt þá fjórða kjörtímabilið við völd með naumum kosningasigri. Major missti í raun helstu tök á flokknum um mitt tímabilið. Hann sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins til að setja ofan í við andstæðinga sína innan flokksins; bauð þeim byrginn og sagði þeim að bjóða fram gegn sér ella. Svo fór að John Redwood gaf kost á sér gegn honum og tapaði slagnum með miklum mun. Að því loknu endurstokkaði Major upp stjórn sína og hóf undirbúning kosningabaráttunnar. Allar kannanir sýndu allt til kosninga að stjórnin myndi falla og breytingar verða.
Staða efnahagsmála var góð í Bretlandi eftir öldudal í upphafi kjörtímabilsins. Stólaði Major á að þessi góða staða myndi hjálpa honum er á hólminn kæmi. Reyndi hann að hafa kosningarnar eins seint og mögulegt mátti vera. 1. maí 1997 var síðasta mögulega dagsetning sem gat orðið á kosningarnar. Taldi Major alla kosningabaráttuna að stóra sveiflan sem myndi afstýra fallinu mikla myndi koma. Er leið á baráttuna var hljóðið í Major vonbetra en samt sást aldrei til sólar fyrir hann í baráttunni. Fræg var myndin af alvarlegum Major undir lok baráttunnar þar sem hann var að koma af vinnustaðafundi. Skammt frá var skiltið; Way Out! Örlagarík mynd það.
Kosningadagurinn 1. maí 1997 er mjög eftirminnilegur í minningunni. Ég man að margir töldu að örlögin væru ráðin. Major myndi tapa - Blair myndi ná jafnvel yfir 100 sæta meirihluta. Sjálfur hélt ég að það myndi koma einhver sveifla síðustu dagana í apríl, enda var staða landsins ekki slæm og í raun ekki beint ákall til fólks um að kjósa stjórnina frá ætti fólk þ.e.a.s. að kjósa eftir buddunni, sem svo oft er viðmiðun í kosningum. Ég man mjög vel eftir þessum degi er breskar fréttasíður voru lesnar hversu mikil spenna var eftir úrslitum. Sjálfur var ég þó orðinn viss um það þennan dag að sveiflan kæmi ekki, ósigur væri framundan hjá íhaldsmönnum en átti þó ekki von á auðmýkjandi ósigri. Voru margir fleiri á þeirri skoðun að munurinn yrði ekki drastískur.
Horfði ég á kosningavökuna þetta kvöld með miklum áhuga. Ríkissjónvarpið sýndi í gegnum Sky atburðarásina þessa örlagaríku nótt. Það var ekki langt liðið á kvöldið er örlögin voru ráðin. Bylgjan í gegnum kvöldið var afgerandi. Sigur Verkamannaflokksins varð afgerandi. Er framyfir miðnættið varð komið blasti við öllum að auðmýkjandi ósigur fyrir Major og Íhaldsflokkinn væri staða mála. Er mjög eftirminnileg svipmyndin af Major er hann kom í kjördæmi sitt í Huntingdonshire til að hlusta á lokatölur lesnar. Hann var grár í gegn. Hann brosti þó. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Hann vann afgerandi endurkjör í Huntingdonshire en verstu tíðindin skullu á hratt.
Um tvöleytið var sigur Verkamannaflokksins orðinn staðfestur og risastór þingmeirihlutinn varð ljós. Hann styrktist sífellt eftir því sem leið á nóttina. Stærstu tíðindi næturinnar urðu um klukkustund eftir að Major ávarpaði í Huntingdonshire. Þá féll Michael Portillo, ein mesta vonarstjarna Íhaldsflokksins og sitjandi varnarmálaráðherra, af þingi. Skömmu síðar féll Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, í Skotlandi. Afhroð íhaldsmanna í Skotlandi varð algjört. Hann þurrkaðist þar út. Mörg helstu vígi flokksins töpuðust. Meðal sætanna sem féllu í skaut krata var m.a. þingsætið í Finchley, en Margaret Thatcher var þingmaður þar 1959-1992. Stórtíðindi voru það!
Sigurstundin leyndi sér ekki þegar að Tony Blair ávarpaði stuðningsmenn sína. Löngu fyrir sigurræðuna hafði Verkamannaflokkurinn unnið kosningarnar. Staða hans sem nýs forsætisráðherra var orðin örugg. Sennilega er þessi sigurræða ein eftirminnilegasta ræða Blairs á stjórnmálaferlinum. Mjög sterk ræða og afgerandi fyrir feril hans sem dómínerandi leiðtoga í breskum stjórnmálum. Sigurstund kratanna hélt áfram í gegnum nóttina. Sigurinn var gríðarlega afgerandi á landsvísu. Verkamannaflokkurinn hlaut alls 418 þingsæti og bætti við sig heilum 146 þingsætum. Undir morgun vöknuðu þeir Bretar sem fóru snemma að sofa upp við nýtt pólitískt landslag.
Í morgunsárið 2. maí 1997 fór John Major á fund Elísabetar II til að segja af sér eftir þennan auðmýkjandi ósigur. Íhaldsflokkurinn var ekki svipur hjá sjón. Eyðimerkurganga hans hófst með bylmingskjaftshöggi á landsvísu. Síðasta ræða hans á forsætisráðherraferlinum, sem hann flutti er hann yfirgaf Downingstræti 10, er eftirminnileg. Þar sagði hann rétt að yfirgefa sviðið er tjaldið félli. Major ákvað að hætta við höfnun landsmanna á stjórn hans. Eftir stutta stund hjá drottningu keyrði Major út úr breskum stjórnmálum með táknrænum hætti er hann skipti um bifreið og keyrði í óopinberri bifreið til annarrar tilveru. Táknrænt - hægrimenn voru komnir út í kuldann.
Tony og Cherie Blair héldu saman til Elísabetar II. Þeirri stund hefur verið lýst m.a. í kvikmyndinni The Queen, sem fjallar annars um sögulega atburði sem urðu við andlát Díönu prinsessu í sumarlok 1997, þessa örlagaríka sumars í breskum stjórnmálum og bresku þjóðlífi. Blair hélt eftir að hafa fengið umboðið til að mynda stjórn í Downingstræti. Þar var mikill hópur stuðningsmanna kominn til að hylla nýja forsætisráðherrann og fjölskyldu hans. Honum var fagnað sem sigurhetju, enda ástæða til. Hann hafði lyft Verkamannaflokknum til vegs og virðingar eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Stundin þennan föstudag í Downingstræti er eftirminnileg.
Norma og John Major afþökkuðu boð Tony Blair um að fá að nota helgina til að flytja úr Downingstræti 10. Um leið og staða þingkosninganna var orðin ljós og Verkamannaflokkurinn hafði hlotið lágmarks þingmeirihluta löngu fyrir lok kosninganætur komu flutningabílar að forsætisráðherrabústaðnum og hafist var handa við að pakka veraldlegum eigum Major-hjónanna niður og flytja þær út úr húsinu. Þetta þótti táknræn stund en um leið eftirminnileg sökum þess að pólitísk tilvera getur æði oft verið hverful.
En áratugur er liðinn. Á þessum tíma hefur Tony Blair upplifað sæta pólitíska sigra og ennfremur bitra pólitíska ósigra. Hann hefur þurft að ganga í gegnum gleði og sorgir, það sem flestir stjórnmálamenn upplifa á sviptingasömum ferli. Tíu ár eru langur tími. Nú er þessu langa og litríka valdaskeiði Tony Blair að ljúka. Hann lætur völdin brátt eftir í hendur annars leiðtoga.
Hver svo sem eftirmæli Tony Blair verða er yfir lýkur leikur enginn vafi á að hann var litríkur leiðtogi. Hann kom til valda á bylgju stuðnings en fór þó þaðan einangraður, hataður og boginn. Merkileg örlög það, sérstaklega í huga okkar sem munum nóttina sviptingasömu fyrir áratug - stund háðungar fyrir hægrimenn en gleðinnar fyrir kratana.
Síðasti kosningasigur Íhaldsflokksins, sem vannst í þingkosningunum 1992, var þó ekki síður sögulegur. Það var þó ekki stórfenglegur sigur í tölum, en umfram allt sigur á skoðanakönnunum. John Major, sem hafði tekið við völdum mörgum að óvörum í nóvember 1990 er Margaret Thatcher missti sterk tök sín á Íhaldsflokknum í innanflokksátökum, tókst þvert á allar skoðanakannanir baráttunnar að halda völdum og tryggja með því fjórða sigur Íhaldsflokksins í röð. Tímabilið varð þó Major erfitt. Hann náði ekki að verða sterkur leiðtogi og örþunnur meirihluti íhaldsmanna minnkaði sífellt eftir því sem leið á tímabilið.
Eftir þann ósigur endurnýjaði Verkamannaflokkurinn sig. Neil Kinnock sagði af sér eftir tvo erfiða kosningaósigra. John Smith varð eftirmaður hans. Allar kannanir eftir leiðtogakjör hans sumarið 1992 sýndi afgerandi stöðu flokksins. Flest benti til þess að hann yrði forsætisráðherra Bretlands í næstu þingkosningum. En þá gripu örlögin í taumana. Smith varð bráðkvaddur 12. maí 1994. Hann fékk tvenn hjartaáföll, annað á heimili sínu og hitt í sjúkrabíl á leið á spítala. Hann lést áður en þangað kom. Hann hafði verið hjartveikur og fengið hjartaáfall árið 1988 en samt talinn heill heilsu og ekki metinn í áhættuhóp. Dauði hans varð áfall fyrir Verkamannaflokkinn.
Við dauða John Smith sömdu Tony Blair og Gordon Brown, ráðandi menn innan flokksins í skuggaráðuneyti hans, um skiptingu valda. Samið var um að Blair færi fram í leiðtogaslaginn með afgerandi stuðningi stærstu afla flokksins en á móti fengi Brown lykilstöðu í ríkisstjórn eftir að Blair yrði forsætisráðherra. Síðar, undir lok annars kjörtímabils við völd, myndi Blair hliðra til fyrir Brown. Eins og frægt er orðið var samkomulagið svikið og fjallaði ég um það í öðrum pistli hér fyrr í vikunni. Blair var kjörinn leiðtogi flokksins með yfirburðum sumarið 1994. Hann hélt áfram verki John Smith og umbylti flokknum algjörlega. New Labour varð yfirheiti nýrrar stefnu.
John Major reyndi að fresta kosningum eins lengi og mögulegt var. Kjörtímabil ríkisstjórnar er fimm ár, en jafnan er þó þing rofið á fjórða ári kjörtímabils. Sama leikinn hafði hann reynt árið 1992 við góða lukku, tryggt þá fjórða kjörtímabilið við völd með naumum kosningasigri. Major missti í raun helstu tök á flokknum um mitt tímabilið. Hann sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins til að setja ofan í við andstæðinga sína innan flokksins; bauð þeim byrginn og sagði þeim að bjóða fram gegn sér ella. Svo fór að John Redwood gaf kost á sér gegn honum og tapaði slagnum með miklum mun. Að því loknu endurstokkaði Major upp stjórn sína og hóf undirbúning kosningabaráttunnar. Allar kannanir sýndu allt til kosninga að stjórnin myndi falla og breytingar verða.
Staða efnahagsmála var góð í Bretlandi eftir öldudal í upphafi kjörtímabilsins. Stólaði Major á að þessi góða staða myndi hjálpa honum er á hólminn kæmi. Reyndi hann að hafa kosningarnar eins seint og mögulegt mátti vera. 1. maí 1997 var síðasta mögulega dagsetning sem gat orðið á kosningarnar. Taldi Major alla kosningabaráttuna að stóra sveiflan sem myndi afstýra fallinu mikla myndi koma. Er leið á baráttuna var hljóðið í Major vonbetra en samt sást aldrei til sólar fyrir hann í baráttunni. Fræg var myndin af alvarlegum Major undir lok baráttunnar þar sem hann var að koma af vinnustaðafundi. Skammt frá var skiltið; Way Out! Örlagarík mynd það.
Kosningadagurinn 1. maí 1997 er mjög eftirminnilegur í minningunni. Ég man að margir töldu að örlögin væru ráðin. Major myndi tapa - Blair myndi ná jafnvel yfir 100 sæta meirihluta. Sjálfur hélt ég að það myndi koma einhver sveifla síðustu dagana í apríl, enda var staða landsins ekki slæm og í raun ekki beint ákall til fólks um að kjósa stjórnina frá ætti fólk þ.e.a.s. að kjósa eftir buddunni, sem svo oft er viðmiðun í kosningum. Ég man mjög vel eftir þessum degi er breskar fréttasíður voru lesnar hversu mikil spenna var eftir úrslitum. Sjálfur var ég þó orðinn viss um það þennan dag að sveiflan kæmi ekki, ósigur væri framundan hjá íhaldsmönnum en átti þó ekki von á auðmýkjandi ósigri. Voru margir fleiri á þeirri skoðun að munurinn yrði ekki drastískur.
Horfði ég á kosningavökuna þetta kvöld með miklum áhuga. Ríkissjónvarpið sýndi í gegnum Sky atburðarásina þessa örlagaríku nótt. Það var ekki langt liðið á kvöldið er örlögin voru ráðin. Bylgjan í gegnum kvöldið var afgerandi. Sigur Verkamannaflokksins varð afgerandi. Er framyfir miðnættið varð komið blasti við öllum að auðmýkjandi ósigur fyrir Major og Íhaldsflokkinn væri staða mála. Er mjög eftirminnileg svipmyndin af Major er hann kom í kjördæmi sitt í Huntingdonshire til að hlusta á lokatölur lesnar. Hann var grár í gegn. Hann brosti þó. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Hann vann afgerandi endurkjör í Huntingdonshire en verstu tíðindin skullu á hratt.
Um tvöleytið var sigur Verkamannaflokksins orðinn staðfestur og risastór þingmeirihlutinn varð ljós. Hann styrktist sífellt eftir því sem leið á nóttina. Stærstu tíðindi næturinnar urðu um klukkustund eftir að Major ávarpaði í Huntingdonshire. Þá féll Michael Portillo, ein mesta vonarstjarna Íhaldsflokksins og sitjandi varnarmálaráðherra, af þingi. Skömmu síðar féll Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, í Skotlandi. Afhroð íhaldsmanna í Skotlandi varð algjört. Hann þurrkaðist þar út. Mörg helstu vígi flokksins töpuðust. Meðal sætanna sem féllu í skaut krata var m.a. þingsætið í Finchley, en Margaret Thatcher var þingmaður þar 1959-1992. Stórtíðindi voru það!
Sigurstundin leyndi sér ekki þegar að Tony Blair ávarpaði stuðningsmenn sína. Löngu fyrir sigurræðuna hafði Verkamannaflokkurinn unnið kosningarnar. Staða hans sem nýs forsætisráðherra var orðin örugg. Sennilega er þessi sigurræða ein eftirminnilegasta ræða Blairs á stjórnmálaferlinum. Mjög sterk ræða og afgerandi fyrir feril hans sem dómínerandi leiðtoga í breskum stjórnmálum. Sigurstund kratanna hélt áfram í gegnum nóttina. Sigurinn var gríðarlega afgerandi á landsvísu. Verkamannaflokkurinn hlaut alls 418 þingsæti og bætti við sig heilum 146 þingsætum. Undir morgun vöknuðu þeir Bretar sem fóru snemma að sofa upp við nýtt pólitískt landslag.
Í morgunsárið 2. maí 1997 fór John Major á fund Elísabetar II til að segja af sér eftir þennan auðmýkjandi ósigur. Íhaldsflokkurinn var ekki svipur hjá sjón. Eyðimerkurganga hans hófst með bylmingskjaftshöggi á landsvísu. Síðasta ræða hans á forsætisráðherraferlinum, sem hann flutti er hann yfirgaf Downingstræti 10, er eftirminnileg. Þar sagði hann rétt að yfirgefa sviðið er tjaldið félli. Major ákvað að hætta við höfnun landsmanna á stjórn hans. Eftir stutta stund hjá drottningu keyrði Major út úr breskum stjórnmálum með táknrænum hætti er hann skipti um bifreið og keyrði í óopinberri bifreið til annarrar tilveru. Táknrænt - hægrimenn voru komnir út í kuldann.
Tony og Cherie Blair héldu saman til Elísabetar II. Þeirri stund hefur verið lýst m.a. í kvikmyndinni The Queen, sem fjallar annars um sögulega atburði sem urðu við andlát Díönu prinsessu í sumarlok 1997, þessa örlagaríka sumars í breskum stjórnmálum og bresku þjóðlífi. Blair hélt eftir að hafa fengið umboðið til að mynda stjórn í Downingstræti. Þar var mikill hópur stuðningsmanna kominn til að hylla nýja forsætisráðherrann og fjölskyldu hans. Honum var fagnað sem sigurhetju, enda ástæða til. Hann hafði lyft Verkamannaflokknum til vegs og virðingar eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Stundin þennan föstudag í Downingstræti er eftirminnileg.
Norma og John Major afþökkuðu boð Tony Blair um að fá að nota helgina til að flytja úr Downingstræti 10. Um leið og staða þingkosninganna var orðin ljós og Verkamannaflokkurinn hafði hlotið lágmarks þingmeirihluta löngu fyrir lok kosninganætur komu flutningabílar að forsætisráðherrabústaðnum og hafist var handa við að pakka veraldlegum eigum Major-hjónanna niður og flytja þær út úr húsinu. Þetta þótti táknræn stund en um leið eftirminnileg sökum þess að pólitísk tilvera getur æði oft verið hverful.
En áratugur er liðinn. Á þessum tíma hefur Tony Blair upplifað sæta pólitíska sigra og ennfremur bitra pólitíska ósigra. Hann hefur þurft að ganga í gegnum gleði og sorgir, það sem flestir stjórnmálamenn upplifa á sviptingasömum ferli. Tíu ár eru langur tími. Nú er þessu langa og litríka valdaskeiði Tony Blair að ljúka. Hann lætur völdin brátt eftir í hendur annars leiðtoga.
Hver svo sem eftirmæli Tony Blair verða er yfir lýkur leikur enginn vafi á að hann var litríkur leiðtogi. Hann kom til valda á bylgju stuðnings en fór þó þaðan einangraður, hataður og boginn. Merkileg örlög það, sérstaklega í huga okkar sem munum nóttina sviptingasömu fyrir áratug - stund háðungar fyrir hægrimenn en gleðinnar fyrir kratana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Athugasemdir
Hef alltaf haldið því fram að eftir að Blair sagði já og amen við Íraksstríði og viðhóf álíka hollustuhætti við USA eins og gólftuskan Framsóknarflokkurinn viðheldur við Sjallana, að við eigum að taka Tony Blair og henda honum úr evrópufélagi Jafnaðarmanna
Sveinn Arnarsson, 1.5.2007 kl. 23:11
Blair fer frá með svipuðum hætti og Davíð Oddson, eftir að hafa hundelt Bush. Íraksmálið varð þeim báðum dýrt.
Eggert Hjelm Herbertsson, 1.5.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.