Skiptar skoðanir um ríkisborgararéttarmálið

Jónína Bjartmarz í Kastljósi Það er alveg óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á máli tengdu veitingu umdeilds ríkisborgaréttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Umræðan hefur verið hvöss í samfélaginu. Ég hef séð það mjög vel á þessari síðu að ekki eru allir sammála um stöðu mála og alla málavöxtu. Hef ég skrifað aðeins um málið og fengið lífleg viðbrögð.

Það er spurt um pólitíska stöðu umhverfisráðherrans og nefndarmanna í allsherjarnefnd. Hvössust hafa verið ummæli tveggja stjórnarandstöðuþingmanna; Össurar Skarphéðinssonar og Sigurjóns Þórðarsonar, sem hafa gengið hiklaust lengst. Sigurjón gekk sérstaklega langt með orðavali sínu, ég held að það sé óhætt að fullyrða það. Ummæli hans hafa auðvitað vakið talsverða athygli, enda er hann í þessari nefnd. Finnst hann tjá sig ansi bratt um málið, en svona afgerandi ummæli vekja vissulega athygli.

Sjálfur hef ég sagt hreint út að þetta sé vont mál. Spurningamerkin eru mörg. Þeim verður að ég tel að svara með einhverju móti betur. Finnst þetta hreinn skandall og get ekki betur séð en að þetta sé mjög undarlegt mál í heildina. Verst hefur það leikið umhverfisráðherrann. Það verður fyrir það fyrsta athyglisvert hvaða dóm hún fær í kjördæmi sínu, en öllum er ljóst að þetta mál og orðrómurinn um alla hluti hefur verið henni erfiður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Af hverju ertu að birta þessa færslu aftur?

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Birta færslu aftur? Ég veit ekki til þess að ég hafi fyrr vikið að ummælum Sigurjóns og þeirri umræðu sem spannst um fyrri skrif mín fyrir sólarhring. Annars skrifa ég auðvitað bara um það sem ég vil.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Stebbi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.5.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Hermann Ragnarsson

getur ekki verið að nefndarmennirnir hafi viljað koma höggi á ráðherrann og þess vegna samþykkt  beiðnina. ég segi nú bara si sona.

Hermann Ragnarsson, 2.5.2007 kl. 06:14

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hrafnkell: Finnst þetta óviðeigandi ummæli í ljósi þess að ég segi að ég vilji öll gögn upp á borðið. Það segir allt sem segja þarf. Ég vil opna þetta mál. Hafi menn ekkert að fela á það að þola dagsljósið.

Kristinn: Tek heilshugar undir þessi skrif þín, mjög vel orðað.

Hermann: Efast stórlega um það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband