Samfylkingin hefur eytt mest í kosningabaráttunni

ISG Samfylkingin hefur eytt flokka mest það sem af er kosningabaráttunni, skv. mælingum Capacent Gallup. Það er áhugavert að fara yfir það sem flokkarnir hafa eytt í auglýsingar og kynningarmál sín nú þegar að aðeins vika er í kjördag. Samfylkingin hefur varið tæpum 12 milljónum króna í baráttuna.

Það eru nokkrar vikur síðan að framkvæmdastjórar flokkanna, annarra en Íslandshreyfingarinnar, settu sér þak í samkomulagi upp á 28 milljónir króna í baráttunni. Capacent Gallup fylgist vel með öllum auglýsingum og þeirri auglýsingakeyrslu sem almennt er í gangi svo að það mun vel koma fram hvað flokkarnir eyða í þessa baráttu að flestu leyti. Það er mikilvægt að halda vel bókhald um það og fara yfir er á hólminn kemur hvort einhver sprengi rammann.

Framsóknarflokkurinn hefur eytt næstmestu, tæpum 11 milljónum. VG hefur varið rúmlega 9 milljónum króna og Frjálslyndi flokkurinn tæplega 9 milljónum. Minnstu hefur Sjálfstæðisflokkurinn varið í kosningabaráttuna það sem af er liðið, eða aðeins 6 og hálfri milljón króna. Samtals er því auglýsingakeyrslan það sem af er á tæpar 50 milljónir króna.

Í gær var gefin út fréttatilkynning þar sem sagt var að Framsókn hefði varið mestum peningum í baráttuna, en það var víst einhver reikningsskekkja þar á ferð og var send út áberandi afsökunarbeiðni til flokksins í dag og er það svona mest umtalaða frétt dagsins sýnist mér í kosningapakkanum.

Það verður fróðlegt að sjá að lokum hversu vel eða illa flokkunum gengur að halda rammann, en mesta auglýsingakeyrsla kosningabaráttunnar er auðvitað handan við hornið núna næstu sjö dagana, þegar að mest er auglýst og mesti þungi baráttunnar fer skiljanlega fram.

mbl.is Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er mikilvægt að fylgjast vel með því hversu miklu flokkarnir eyða. Það er líka mælt vel og settur rammi. Það verður frekar háðuglegt ef einhver sprengi rammann. Annars er heilt yfir mjög afslappað yfir baráttunni og þessu er að mestu stillt í hóf. Það var allavega mikilvægt að marka kosningabaráttunni þennan heildarramma.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Svo að Samfylkingin njóti sannmælis þá er rétt að benda á að stjórnarandstöðuflokkur hlýtur að öllu jöfnu að þurfa að vekja meiri athygli á sér. Ég held hinsvegar að Samfylkingin, líkt og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir, hafi ranglega talið að góður árangur stjórnarflokkanna væri keyptum auglýsingum að þakka. Besta auglýsingin, og sú sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað, er einfaldlega að láta verkin tala (einhverjir myndu nú vilja kalla það keyptar auglýsingar líka en það er annað mál!).

Kallaðu mig Komment, 5.5.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst það ekki skipta máli svosem hver eyðir mest. Mestu máli skiptir er að fylgjast með að menn haldi þennan ramma, 28 milljónir. Það er búið að setja ramma og fyrst og fremst er fylgst með hvort allir þingflokkarnir fimm haldi þau mörk. Það er lykilatriði. Það er mjög gott að Capacent Gallup mæli þetta vel.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst líka skipta máli sá tími sem mældur er, en Samfylkingin var löngu byrjuð að auglýsa með heilsíðum áður en mælingarnar hófust, svo eyðsla þeirra er enn meiri en þessi mæling segir til um.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 19:58

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir þetta Gestur. Samfylkingin fór af stað langt á undan öllum öðrum. Í raun og sann hefði átt að mæla þetta frá áramótum. Menn þurfa að leggja upp svona díl fyrir næstu kosningar mun fyrr, en það er vissulega tímamót að menn hafi svona samkomulag í gangi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 20:38

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Fyrst þú ert að tala um stefnu samfylkingarinnar Ægir langar mig að spyrja þig að einu. Ert þú einn af þeim útvöldu sem fengu að koma að þessari stefnugerð fyrir kosningarnar? Áttir þú þátt í því að semja Fagra Ísland, Unga Ísland og hvað þetta nú heitir allt? Eða ertu bara einn af þessum félögum í Samfylkingunni sem fengu þann heiður að samþykkja stefnuna með sem minnstum umræðum og hægt var? 

Egill Óskarsson, 6.5.2007 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband