Gordon Gekko snýr aftur tveim áratugum síðar

Michael Douglas í hlutverki Gordon GekkoÞað eru tveir áratugir liðnir frá því að Michael Douglas vann stærsta leiksigur ferilsins og hlaut óskarinn fyrir hlutverk hins vægðarlausa fjármálabraskara Gordons Gekko á Wall Street. Myndin fókuseraði meistaralega á græðgina í bissness-heiminum og hversu vægðarlaus hann er innst við kjarnann. Douglas var yndislega illkvittinn og nasty í rullunni.

Nú hefur Douglas samþykkt að leika Gordon Gekko aftur í framhaldsmynd Wall Street tveim áratugum síðar. Annars er kvikmyndin Wall Street auðvitað mjög eftirminnileg, sennilega ein sterkasta kvikmyndin séð frá þessum sjónarhól á vægðarleysi viðskiptalífsins. Ég hafði ekki séð myndina lengi er ég sá hana á kvikmyndamarkaði þar sem ég fór á. Ég nældi mér í eintak.

Það var mjög notalegt að rifja myndina upp og sjá hana aftur eftir langt hlé. Það er oft gaman að upplifa bíómyndir aftur; finna annan punkt á þeim og pæla í þeim aftur. Frábær túlkun Douglas er enn toppur myndarinnar en handritið er auðvitað bravúr alveg. Svo var auðvitað gaman að sjá byrjunina aftur; New York að vakna til lífsins og undir hljómar Frank Sinatra að syngja Fly Me to the Moon.

Það er annars verulega sjaldgæft að framhaldsmyndir gangi upp, oftar en ekki eru þær skelfilegt flopp. Ætla þó rétt að vona að þessi mynd standi vel ein og sér og skemmi ekki gömlu myndina. Annars verður að ég held gaman að sjá karakterinn Gordon Gekko aftur tveim áratugum síðar og í enn vægðarlausari heimi viðskipta nú en var árið 1987.

Einræða Gekko um græðgi er besta kvikmyndaatriði Douglas á ferlinum og því auðvitað hápunktur
Wall Street. Pjúra snilld! Læt textann flakka hér með; óborganleg sena.

The point is, ladies and gentlemen, that: Greed, for lack of a better word, is good. Greed is right; greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms, greed for life, for money, for love, knowledge — has marked the upward surge of mankind and greed, you mark my words — will save not only Teldar Paper but that other malfunctioning corporation called the USA.

mbl.is Michael Douglas aftur í hlutverk Gordon Gekko
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála um að Wall Street var mjög góð mynd. Aftur á móti hefur Michael Douglas leikið í misheppnuðum myndum hvað eftir annað síðan hann gerði tvær góðar árið 2000: Traffic og Wonder Boys. Ég er hræddur um að þetta sé örvæntingarfull tilraun hans til að syngja svanasönginn.

Hrannar Baldursson, 6.5.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband