5.5.2007 | 23:44
7 dagar: pælingar um stöðuna í Norðaustri
Það eru bara sjö dagar til þingkosninga. Ég ætla að nota dagana sem eftir eru til að fókusera vel á málin hér, stundum í einni færslu á dag, stundum fleirum. Ég hef verið hugsi yfir stöðunni hér. Fylgið virðist á fleygiferð. Könnun Gallups í gær var ekki góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu. Í síðustu þrem mælingum hjá Gallup hefur fylgi flokksins verið að dala með mjög áberandi hætti. Vísbendingar eru um að hann eigi undir högg að sækja hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Margir spyrja sig hvað geti verið að. Fyrir því eru eflaust fleiri en ein skýring.
Það er úrslitaatriði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mælast vel hér og það verður tekið mjög eftir því nái hann ekki flugi í vor. Staðan eins og mælingin í gær sýndi er að mínu mati pólitískt áfall fyrir forystuna hér, svona lítil fylgisaukning frá kosningunum 2003 verður ekki metið viðunandi. Sjálfur leiði ég hugann að því hvort að löng valdaseta flokksins í bænum sé farin að koma niður á honum og jafnvel hvort að fólk finni ekki samhljóm með nýrri forystu bæjarmálanna. Mér finnst bæjarmálin frekar daufleg og fer ekki leynt með það að mér finnst bæjarstjórnarmeirihlutinn dauflegur.
Það er vissulega rétt að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er eitthvað stirður á að líta. Þar ræður margt eflaust sem við okkur blasir. Eitt eru bæjarstjóraskiptin, það er auðvitað viðbrigði að líta á bæjarmálin núna frá traustri forystu Kristjáns Þórs á þeim vettvangi til þeirrar ládeyðu sem mér finnst ríkja á þessum vettvangi nú. Mér finnast bæjarstjórnarfundir verulega óspennandi og hef hverfandi áhuga á því. Það er frekar þreytt fólk sem þar er í forgrunni. Það var leitt að ekki fékkst fram ferskari uppstokkun með yngra fólk ofar á listum. Það situr enn í mér að það tókst ekki.
Staða Sjálfstæðisflokksins hér verður metin af stöðunni eftir viku. Kannanir sýna misjafna mynd. Þessi könnun í gær er að mínu mati áfall fyrir flokkinn hér, miðað við að þar erum við aðeins rétt yfir verulega vondum árangri síðast. Það er alveg ljóst af þeirri stöðu, sé hún rétt, að eitthvað er ekki eins og það á að sér að vera. Miðað við mikla uppstokkun í efstu sætum og að leiðtogi listans er héðan er þessi staða ekki viðunandi. Hinsvegar má ljóst vera að staðan fyrir austan er góð. Hér þarf að taka til hendinni - fulltrúar flokksins verða að horfast í augu við þessa stöðu.
Mér finnst staða Samfylkingarinnar athyglisverð. Flokkurinn rokkar til og frá eftir könnunum. Flugið hjá þeim frá kjördæmakönnun fyrir viku til þess sem gerist í nýju Gallup-könnuninni er athyglisverð. Þar ræður eflaust miklu þetta klúður með Grímseyjarferjuna sem mér finnst algjört og vonbrigðin með að ekki hefur fengist meiri fjármunir í Vaðlaheiðargöng. Það er ekki fjarri lagi að mér og mörgum sjálfstæðismönnum hér hefur þótt samgönguráðherra draga lappirnar óþarflega mikið. Það er ekki gott og ég skal vera síðastur manna til að verja það verklag.
VG er að síga greinilega. Það kemur mér ekki á óvart. Það eru hverfandi líkur á þau nái Birni Vali inn. Framsókn rokkar líka til og frá. Lögð er mikil áhersla hjá þeim á að ná Höskuldi inn. Það skiptir máli hér á Akureyri að vera frambjóðanda á hans kalíber sem hefur tengsl og er þekkt nafn. Það mun reyna mikið á Akureyringana í framboði næstu dagana. Það er ekki undrunarefni að við sjálfstæðismenn keyrum þetta á Þorvaldi. Hann er mikilvægur okkur hér, það var rétt áhersla að setja hann í kjördæmaþáttinn, enda þarf að kynna Þorvald betur.
Þessi vika verður spennandi. Kannanirnar eru reyndar aldrei heilagur sannleikur þó kannski skrifi ég oft um þær eins og þær séu þannig. En þær eru glampi í myrkrinu sem þarf að fara eftir. Það er mæling á stöðu sem getur verið uppi og það má ekki hlæja niður flokkakannanir. Það á ekki að taka þeim þó sem úrslitum kosninga heldur vísbendingu um að gera betur sé einn flokkur í vanda eða einn flokkur í uppsveiflu. VG hefur séð vel síðustu dagana að menn sigra ekki kosningar á könnunum, heldur hvernig kosningabaráttan er keyrð.
Sá reyndar á föstudag að Sigurjón frjálslyndi er kominn inn, sem jöfnunarmaður sýnist mér. Þeir ætla greinilega að reyna að keyra hann inn þannig, með Guðjóni Arnari. Staðan er reyndar helst þannig nú að hann muni geta tekið tvo með sér inn ef hann fer inn sem kjördæmakjörinn í Norðvestri. Kristinn H. virðist vera búinn að sleggjast sitt síðasta. Sumir þingmenn, jafnvel háttvirtir ráðherrar, eru komnir á hnén í baráttunni fyrir endurkjöri. Staðan er misjöfn um landið.
Það verður spurt að leikslokum og það verður gaman að rýna í stöðuna næstu dagana enn betur.
Það er úrslitaatriði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mælast vel hér og það verður tekið mjög eftir því nái hann ekki flugi í vor. Staðan eins og mælingin í gær sýndi er að mínu mati pólitískt áfall fyrir forystuna hér, svona lítil fylgisaukning frá kosningunum 2003 verður ekki metið viðunandi. Sjálfur leiði ég hugann að því hvort að löng valdaseta flokksins í bænum sé farin að koma niður á honum og jafnvel hvort að fólk finni ekki samhljóm með nýrri forystu bæjarmálanna. Mér finnst bæjarmálin frekar daufleg og fer ekki leynt með það að mér finnst bæjarstjórnarmeirihlutinn dauflegur.
Það er vissulega rétt að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er eitthvað stirður á að líta. Þar ræður margt eflaust sem við okkur blasir. Eitt eru bæjarstjóraskiptin, það er auðvitað viðbrigði að líta á bæjarmálin núna frá traustri forystu Kristjáns Þórs á þeim vettvangi til þeirrar ládeyðu sem mér finnst ríkja á þessum vettvangi nú. Mér finnast bæjarstjórnarfundir verulega óspennandi og hef hverfandi áhuga á því. Það er frekar þreytt fólk sem þar er í forgrunni. Það var leitt að ekki fékkst fram ferskari uppstokkun með yngra fólk ofar á listum. Það situr enn í mér að það tókst ekki.
Staða Sjálfstæðisflokksins hér verður metin af stöðunni eftir viku. Kannanir sýna misjafna mynd. Þessi könnun í gær er að mínu mati áfall fyrir flokkinn hér, miðað við að þar erum við aðeins rétt yfir verulega vondum árangri síðast. Það er alveg ljóst af þeirri stöðu, sé hún rétt, að eitthvað er ekki eins og það á að sér að vera. Miðað við mikla uppstokkun í efstu sætum og að leiðtogi listans er héðan er þessi staða ekki viðunandi. Hinsvegar má ljóst vera að staðan fyrir austan er góð. Hér þarf að taka til hendinni - fulltrúar flokksins verða að horfast í augu við þessa stöðu.
Mér finnst staða Samfylkingarinnar athyglisverð. Flokkurinn rokkar til og frá eftir könnunum. Flugið hjá þeim frá kjördæmakönnun fyrir viku til þess sem gerist í nýju Gallup-könnuninni er athyglisverð. Þar ræður eflaust miklu þetta klúður með Grímseyjarferjuna sem mér finnst algjört og vonbrigðin með að ekki hefur fengist meiri fjármunir í Vaðlaheiðargöng. Það er ekki fjarri lagi að mér og mörgum sjálfstæðismönnum hér hefur þótt samgönguráðherra draga lappirnar óþarflega mikið. Það er ekki gott og ég skal vera síðastur manna til að verja það verklag.
VG er að síga greinilega. Það kemur mér ekki á óvart. Það eru hverfandi líkur á þau nái Birni Vali inn. Framsókn rokkar líka til og frá. Lögð er mikil áhersla hjá þeim á að ná Höskuldi inn. Það skiptir máli hér á Akureyri að vera frambjóðanda á hans kalíber sem hefur tengsl og er þekkt nafn. Það mun reyna mikið á Akureyringana í framboði næstu dagana. Það er ekki undrunarefni að við sjálfstæðismenn keyrum þetta á Þorvaldi. Hann er mikilvægur okkur hér, það var rétt áhersla að setja hann í kjördæmaþáttinn, enda þarf að kynna Þorvald betur.
Þessi vika verður spennandi. Kannanirnar eru reyndar aldrei heilagur sannleikur þó kannski skrifi ég oft um þær eins og þær séu þannig. En þær eru glampi í myrkrinu sem þarf að fara eftir. Það er mæling á stöðu sem getur verið uppi og það má ekki hlæja niður flokkakannanir. Það á ekki að taka þeim þó sem úrslitum kosninga heldur vísbendingu um að gera betur sé einn flokkur í vanda eða einn flokkur í uppsveiflu. VG hefur séð vel síðustu dagana að menn sigra ekki kosningar á könnunum, heldur hvernig kosningabaráttan er keyrð.
Sá reyndar á föstudag að Sigurjón frjálslyndi er kominn inn, sem jöfnunarmaður sýnist mér. Þeir ætla greinilega að reyna að keyra hann inn þannig, með Guðjóni Arnari. Staðan er reyndar helst þannig nú að hann muni geta tekið tvo með sér inn ef hann fer inn sem kjördæmakjörinn í Norðvestri. Kristinn H. virðist vera búinn að sleggjast sitt síðasta. Sumir þingmenn, jafnvel háttvirtir ráðherrar, eru komnir á hnén í baráttunni fyrir endurkjöri. Staðan er misjöfn um landið.
Það verður spurt að leikslokum og það verður gaman að rýna í stöðuna næstu dagana enn betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Stefán!
Varðandi Höskuld Þórhallsson á lista Framsóknar þá er hann nú ekki bara af góðum ættum, heldur býsna áheyrilegur og kemur vel fyrir og verður góður málsvari þessa svæðis á Alþingi. Mikilvægt fyrir alla Eyfirðinga og Þingeyinga og kjördæmið í heild að fá hann inn sem þingmann. Sannur félagshyggjumaður þar á ferð.
Jóhann Rúnar Pálsson, 6.5.2007 kl. 00:33
Sæll Stefán... ég má til með að bæta aðeins við útskýringar þína á því hvers vegna Samfylkingin er að skora hér. Í baráttusætinu okkar er Lára Stefánsdóttir Akureyringar með miklar tengingar í Eyjafirði og í fjórða sætinu hjá okkur er afar frambærilegur fulltrúi Margrét Kristin Helgadóttir líka frá Akureyri ... og ungliði. Hún á líka miklar tengingar innan Eyjafjarðarsvæðisins og er mjög verðugur fulltrúi unga fólksins hér. Akureyringar og Eyfirðingar eiga lang mesta möguleika með því að kjósa Samfylkinguna. Það er svo hárrétt greining hjá þér að Sturla og Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið mjög illa með okkur í samgöngumálum í þessu kjördæmi og Grímeyjarferjan og vandinn við hana lýstir stjórnlausum dómgreindarskorti.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.5.2007 kl. 02:35
Takk fyrir kommentin.
Jóhann Rúnar: Höskuldur er mjög frambærilegur maður. Af kynnum mínum við hann veit ég að þar fer mikill sómamaður. Það var aldrei vafi á því í mínum huga fyrir forval Framsóknar að þau myndu velja hann í þriðja sætið, enda langbesti kosturinn. Veit ekki hvort hann kemst hinsvegar inn á þing. Framsókn stendur illa um allt land, misilla þó.
Jón Ingi: Konurnar hér skipta ykkur vissulega máli. Það hef ég margoft sagt hér, enda voru þær ekki valdar að ástæðulausu. Staða ykkar hefði þó verið mun betri með Láru í öðru sætinu. Hvað varðar samgöngumálin hef ég margoft gagnrýnt Sturlu og sú pæling er ekki ný á þessari síðu. Ég þori algjörlega óhikað að gagnrýna finnist mér hlutirnir ekki í lagi. Ég hef aldrei verið blindur penni um stjórnmál sem sér hlutina bara eftir einni flokkslínu. Það verður seint sagt um mig að ég tali hikandi um málin, ég hef alveg þorað að láta í mér heyra mislíki mér eitthvað um mál.
Stefán Friðrik Stefánsson, 6.5.2007 kl. 02:54
Sæll aftur Stefán!
Rakst á vafri mínu hér um netheimana á meint ummæli höfð eftir Kristjáni Þór Júlíussyni á kosningafundi á Dalvík. Þar sem hann á að hafa sagt að núverandi stjórnarflokkasamstarf komi ekki til greina og að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að mynda næstu ríkisstjórn. Hver er þín afstaða til þessara ummæla?
Jóhann Rúnar Pálsson, 6.5.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.