Er ævintýrinu litríka um Silvíu Nótt að ljúka?

Silvía Nótt Ég keypti mér blaðið Ísafold á bókarölti í Pennanum í gær. Merkileg lesning. Þar fellir Ágústa Eva Erlendsdóttir, skapari glamúrgellunnar Silvíu Nætur, að því er virðist grímu hennar og segir skilið við karakterinn. Þetta r uppgjörsviðtal. Þetta kemur varla að óvörum, enda er ekki langt um liðið síðan að Ágústa Eva kom fram í eigin persónu í Sunnudagskastljósi Evu Maríu og batt enda á leikritið mikla. Þarna talar Ágústa Eva jafnvel enn opinskárra um þetta merkilega break hennar í bransanum.

Það er víst óhætt að segja að Ágústa Eva hafi bæði hneykslað og glatt landsmenn með þessum karakter í rúm tvö ár og tekið allan skalann í tilfinningatúlkun. Öll þjóðin hefur fylgst með Silvíu Nótt á þessum tíma. Hún hefur verið í miðpunkti bæði í umræðunni og verið bæði stingandi og heillandi í senn. Hápunktur og um leið botn hennar hlýtur að vera sami viðburðurinn merkilegt nokk. Sigurinn heima í Eurovision með Til hamingju Ísland var sætur en skellurinn mikli með Congratulations í Aþenu fyrir ári, í maí 2006 var mikill, enda voru væntingar hennar og landsmanna miklir til árangurs.

Það má þó segja að ævintýrið hafi gengið of langt, dramatíkin og stingandi karakterinn hafi farið yfir strikið í Grikklandi. Á miðri Eurovision-leiðinni fór karakterinn yfir rauða strikið varhugaverða. Það kom margt merkilegt fram í þessu viðtali. Ágústa Eva opnar karakterinn algjörlega upp á gátt og dregur eiginlega ekkert undan. Sérstaklega var athyglisvert að heyra hana lýsa aftur Aþenu-ævintýrinu og álaginu mikla þar. Það blasir við öllum að hún var þar að leka niður af álagi og taugastrekkju er þessu lauk. Reyndar má segja að mesta afrek Ágústu Evu hafi verið að lifa í gegnum þennan flaming karakter allan þennan tíma og halda dampi.

Enda er þetta auðvitað frábær leikkona, hún sannaði kraft sinn og styrk sem karakterleikkonu í Mýrinni, þar sem nafna hennar, Eva Lind Erlendsdóttir, varð ljóslifandi í góðri túlkun hennar. Það er freistandi að spyrja hvort ævintýrinu mikla með Silvíu Nótt sé virkilega að ljúka. Það trúa því kannski ekki allir. Ágústa Eva er leikkona sem á mörg tækifæri framundan myndi ég segja. Hún hefur allavega sýnt að hún getur leikið, getur túlkað allan tilfinningaskalann.

Það eru viss tíðindi að leikþættinum sé lokið. Ansi mörgum er sennilega létt. Það verður fróðlegt að sjá hver framtíð skapara glamúrgellunnar verður nú þegar að gríman er fallin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér finnst hún hafa staðið sig vel, hana langar sjálfsagt að snúa sér að öðru.

Ester Sveinbjarnardóttir, 7.5.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Andrés.si

Ester. Hún hefur gert litið úr þjóðini. Þér er virðist vera sama um það.

Andrés.si, 7.5.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

ahh.. það er svo gaman að gera lítið úr þjóðinni.. litla ástsæla hörundsára þjóð..

Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Ýr

Ég hélt að hún mydni ljúka þessu með stæl og léti dívuna lenda í svaka morðmáli......Nei bara hugmynd

Ýr, 7.5.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: Eyrún

Hvernig finnst þér hún hafa gengið of langt?

Eyrún, 7.5.2007 kl. 15:14

6 Smámynd: Andrés.si

Hvernig. Það var aldrei humór heldur beint moðkun. Og Grikkir eru stoltir þannig fór mjög villus að.

Hvernig væri ef erlend stjarna, svo sem Harison Ford hefði talað niður til Íslendinga? Crazy nation, just do it again. Suicide, isn"t it?

Þetta eða eitthvað svo, hefur verið framkoma hennar Águstu.

Andrés.si, 7.5.2007 kl. 15:27

7 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Kannski ef Harrison hefði mætt á fálkanum sem Han Solo.. 

Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 16:36

8 Smámynd: Ibba Sig.

Hvað varð um tugmilljóna króna plötudílinn sem skrifað var undir með stæl fyrir ekki svo löngu? 

En gott að Ágústa Eva sé að láta þessum kafla í lífi sínu lokið, hún átti þar stórgóða spretti en nóg er nóg.  

Ibba Sig., 7.5.2007 kl. 16:36

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið.

Það er greinilegt að Silvía Nótt hefur greinilega stuðað okkur og vakið athygli. Allir hafa skoðanir á henni.

PS: Gaukur minn, þetta var flott hjá ykkur ;)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.5.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband