Suðurkjördæmi

Kosningar 2007 Það eru fimm dagar til alþingiskosninga. Í kosningaumfjöllun dagsins á sus.is er haldið áfram að fjalla um kjördæmin. Í dag er fjallað um Suðurkjördæmi. Farið er yfir stöðu mála í kjördæminu; úrslit síðustu kosninga, sviptingar í stjórnmálum á kjörtímabilinu og í aðdraganda þessara þingkosninga. Ennfremur er fjallað um frambjóðendur, um mörk kjördæmisins og komið með fróðleiksmola.

Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði í austri til Vatnsleysustrandahrepps í suðri og þekur því syðstu strandlengju landsins. Suðurkjördæmi var myndað í kjördæmabreytingunni árið 2000 úr þremur kjördæmahlutum; þó að mestu leyti úr Suðurlandskjördæmi.

Viðbætur við það voru þau að Hornafjörður og nærsveitir sem áður tilheyrðu Austurlandskjördæmi færðust yfir í kjördæmið og Reykjanesskaginn sem áður tilheyrði Reykjaneskjördæmi varð hluti af Suðrinu.

Á kjörtímabilinu hafa þingmenn kjördæmisins verið 10 talsins; níu kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti. Svo verður áfram eftir kosningarnar 12. maí nk.

Umfjöllun um Suðurkjördæmi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband