D og S í mikilli sókn á lokaspretti baráttunnar

Könnun (7. maí 2007) Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með mesta fylgi sitt frá í október 2006 í nýjustu könnun Gallups, sem kynnt var fyrir stundu. Skv. mælingunni stefnir Framsóknarflokkurinn í sögulegt afhroð í kosningunum eftir fimm daga, en fylgi þeirra mælist aðeins 7,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 42% fylgi á landsvísu en Samfylkingin mælist með 25%. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli í könnuninni - með 32 þingsæti.

VG mælist í könnuninni með 17,5%, sem er lægsta fylgi þeirra hjá Gallup í heilt ár. Framsóknarflokkurinn er eins og fyrr segir aðeins með tæp 8% og er skv. því að stefna í afhroð. Ekki virðist fylgið vera að aukast á lokasprettinum, öðru nær. Frjálslyndir hækka - mælist aðeins með 6%. Íslandshreyfingin nær sem fyrr engu flugi og mælist bara með 2%, sem yrði þeim háðugleg útreið.

Miðað við þessa mælingu er Sjálfstæðisflokkurinn með 27 þingsæti, fimm þingsætum meira en í kosningunum 2003. Framsóknarflokkurinn myndi í þessari stöðu missa heil 7 þingsæti og fengi aðeins 5 menn á þing. Samfylkingin mælist með 16 þingsæti, missir fjögur frá kosningunum 2003. Vinstri grænir mælast með 11 þingsæti, myndi bæta við sig 6 sætum. Frjálslyndir mælast með 4 þingsæti, sama og í kosningunum 2003. Ríkisstjórnin héldi velli mjög naumlega, með 49,5% atkvæða og 32 sæti eins og fyrr segir.

Þetta er merkileg staða. Þetta er fyrsta raðkönnun Gallups sem birtast munu stig af stigi næstu fimm dagana og munu ramma svo upp stóra lokakönnun á föstudaginn. Staðan hér er einföld. Framsókn fengi stóran skell gengi þetta eftir. Skilaboð kjósenda yrðu að hann færi í pólitíska endurhæfingu. Stórt afhroð virðist blasa við þeim. Vondur skellur yrði þetta. Niðurstaða af þessu tagi myndi vísa á nýja stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að mínu mati. Mjög einfalt mál.

Það eru fimm dagar til stefnu. Þetta verða háspennudagar í íslenskri pólitík og spurt er að leikslokum. En þessi mæling er mjög athyglisverður fyrirboði um pólitísk stórtíðindi í þessum kosningum. Það blasir við.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Nú býð ég bara og vona.. ég er ekki frá því að ég hafi spáð því einhverntíman í kommentum hérna hjá þér Stebbi að Sf. færi uppí amk. 27%.. Ég held að það stefni allt í það, ef ekki hærra! Við munum eflaust taka einhver 2% af ykkur Sjöllum á kjördag býst ég við, allaveganna segja spámenn og spekúlantar það að þið séuð alltaf aðeins hærri í skoðanakönnunum og við aðeins lægri..

Annars fær maður smá gæsahúð við að heyra þig segja að næsta ríkisstjórn væri Sjálftæðisflokkur og Samfylking. Ég vil að sjálfsögðu koma Sjálfstæðisflokk frá völdum en það væri svo ótrúlega sterkt ef þessir flokkar færu í ríkisstjórn, með líklega 65-70% þjóðarinnar á bakvið sig. Hver veit nema að Solla og Geir gætu unnið vel saman.. Hún er nú einu sinni sætasta stelpan á ballinu að mínu mati. Taka háskólapólitíkina til fyrirmyndar og snúa bökum saman..

Sjálfstæðisflokkur fengi Forsætisráðuneytið, Dóms- og Kirkjumála, Fjármála, Hagstofuna, Landbúnaðar, Samgöngu, Sjávarútvegs og Viðskiptaráðneytið.

Samfylking fengi Utanríkis, Félagsmála, Heilbrigðis- og tryggingarmála, Iðnaðar, Menntamála og Umhverfisráðuneytið. 

8 ráðuneyti vs. 6.. sanngjörn skipting miðað við fylgi og við myndum fá okkar hjartans mál í hendurnar (þá er ég aðallega að tala um velferðarmálin) í skiptum fyrir að Geir fengi að sitja sem hæstvirtur forsætisráðherra.

Hvað segir Stebbi við þessu? Mundiru ganga að samningum við mig ef að við værum formenn flokkanna?

Með kveðju frá dagdraumaheimum ungs jafnaðarmanns,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 8.5.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Guffi minn

Fari kosningar svona er þjóðin að kalla á þetta samstarf. Það er bara mjög einfalt. Þjóðin hefur valdið. Haldi Samfylkingin nokkurn veginn haus og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig er þetta einfalt. Eða viltu kannski Guffi minn taka Framsókn eða frjálslynda með í vinstristjórn?

Gæti alveg samþykkt þessa skiptingu. Helst vildi ég þó að Sjálfstæðisflokkurinn fengi heilbrigðismálin. En það er spurningamerki. Ég held að við yrðum ekki lengi að pússa okkur saman með þennan kost færum við yfir þetta hehe ;)

Annars væri gaman að hitta þig einhverntímann og rabba. Verðum að stefna að því.

En takk fyrir kommentið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.5.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband