Framsókn og Samfylking hækka - fylgið á fleygiferð

Könnun (8. maí 2007)Mikil fleygiferð virðist vera á fylgi stjórnmálaflokkanna skv. nýjustu raðkönnun Gallups sem birt var fyrir stundu. Fylgi bæði Framsóknarflokks og Samfylkingar hækkar um tvö prósentustig og Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig frá fyrstu raðkönnuninni, sem birtist í gær. Kannanir verða birtar alla virka daga fram til alþingiskosninganna á laugardag og ramma inn vikuna á föstudag í síðustu skoðanakönnun Gallups fyrir kosningar.

Fylgi VG heldur sífellt áfram að minnka og mælist nú aðeins 16,5% og er ellefti maður VG orðinn tæpur. Þetta er mikið fall fyrir VG frá fyrri könnunum en hæst fóru þeir í tæp 28% í mars. Þeir toppuðu semsagt á vitlausum tíma. Hinsvegar er VG auðvitað að bæta stórlega við sig frá kosningunum 2003 og bætir við sig sex þingmönnum í þessari könnun frá þeim tíma. Samfylkingin er að bæta við sig á lokasprettinum - mælist með 27,1% og 18 alþingismenn, aðeins tveim færri en í kosningunum 2003. Samfylkingin nálgast óðfluga kjörfylgið 2003 semsagt.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38,4% og 25 alþingismenn - þrem fleirum en í kosningunum 2003 og fimm prósentustigum yfir kjörfylginu þá. Þetta er nokkuð fall milli daga hinsvegar hjá Sjálfstæðisflokknum í raðkönnun Gallups. Framsóknarflokkurinn mælist með 9,8% - það er átta prósentustigum undir kjörfylginu, þingmennirnir mælast aðeins sex, en það er sú tala sem mest hefur fylgt þeim í gegnum kosningabaráttuna. Það yrði tap upp á sex þingmenn. Þetta er tveim prósentustigum yfir stöðunni í gær. Frjálslyndi flokkurinn er að mælast með 5,3% og fjóra þingmenn, einum færri en í kosningunum 2003. Frjálslyndir missa 0,7% milli daga.

Staðan er mjög spennandi. Óvissan um hvað gerist á laugardaginn er mjög mikil. Fylgið er á fleygiferð. Ríkisstjórnin mælist naumlega fallin í þessari könnun. Hún hefði 31 þingsæti og væri því úr sögunni auðvitað færi þetta svona. Þetta eru miklar sveiflur milli daga allavega.

Það eru aðeins fjórir dagar til alþingiskosninga. Þetta verða dagar spennu og pólitískra átaka - það er barist um hvert atkvæði. Mjög margir eru enn óákveðnir. Þeir ráða örlögum frambjóðenda á laugardaginn. Þetta verður áhugaverður lokasprettur svo sannarlega.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Tæpt að hengja hatt sinn á þessar mjög svo tíðu skoðanakannanir.  Styttist verulega í þá sem er að marka núna á laugardaginn.

við erum í frekar þröngri stöðu hér í Rvík norður.  Kemur þar til samgöngumálin og ekki síst skipulagsmálin, sem eru ekki okkur að kenna, heldur R-listanum.

Grafarvogsbúar eru spinnigal yfir hugmyndum um, að greiða þurfi í göngin uppeftir til eþirra en Möllerinn ykkar telji sjálfgefið, að ekki verði greitt í göngin hjá ykkur.

Þetta er miklu viðkvæmara en ég hélt í fyrstu en hef verið að hringja út fyrir mitt hverfisfélag og orðið þessa áskynja svo um munar.

 Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 8.5.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fylgi við vg er allt of hátt - ég spái þeim ca. 12%.
Framsókn virðist ekki ætla að töfra neitt fram á síðustu metrunum.

Óðinn Þórisson, 8.5.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband