Styttist í stóru stundina hjá Eiríki í Helsinki

Eiríkur Hauksson Það eru aðeins tveir dagar þar til að Eiríkur Hauksson syngur Valentine Lost í Helsinki. Þá ráðast örlögin - mun Eiríkur syngja lagið aftur í úrslitunum á laugardag eða kemst hann ekki áfram? Þetta er stóra spurningin hér heima þessa dagana fyrir utan pólitíkina, en brátt verður ljóst hverjir hljóta kjör á löggjafarþingið næstu fjögur árin.

Það er mikil spenna meðal landsmanna vegna keppninnar. Það er mikill meðbyr með Eiríki hérna heima, þjóðin stendur þétt að baki hans. Það er nú oftast nær auðvitað að þjóðin styður söngvarann í keppninni alla leið. Þó finnst mér orðið nokkuð síðan að maður hefur fundið svona sterkan byr með íslenska flytjandanum í keppninni. Silvía Nótt var umdeild hérna heima en Selma var vinsæl og það voru þjóðinni þegar að hún komst ekki áfram, hafandi orðið önnur í Jerúsalem 1999.

Fimmtudagskvöldið verður mikið partýkvöld. Alveg óhætt að segja það. Við ætlum að vera með fjölskyldupartý á fimmtudaginn og hafa gaman af þessu. Það verður klárlega annaðhvort þjóðargleði eða þjóðarsorg eftir keppnina, ekkert millibil þar á. Vonandi kemst Eiríkur áfram. Bundnar eru allavega miklar vonir við það í Helsinki að hann nái áfram.

Vonum það besta bara. Annars höfum við oftast nær gert okkur miklar væntingar og oftar en ekki orðið fyrir vonbrigðum. Vonandi verða ekki vonbrigði þetta árið. Farmiði á úrslitakvöldið er aðalmarkmiðið auðvitað. Allt annað er og verður talið stórsigur í stöðunni, enda er botnsaga okkar í keppninni orðin löng og erfið, allt frá því að Birgitta náði inn á topp tíu og brilleraði í Riga. Síðan hefur þetta verið þrusubotn.

mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband