Áhugaverð gagnvirk stjórnmálakönnun á netinu

Ég rakst á áhugaverða gagnvirka stjórnmálakönnun á Netinu. Þar geta kjósendur kannað afstöðu sína til mikilvægra mála og athugað hvar þeir standa gagnvart stjórnmálaflokkunum sex sem eru í kjöri á laugardag. Að síðunni standa nemendur á félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst. Mjög glæsilegt framtak hjá þeim og áhugavert. Ég sendi Páli Inga Kvaran, sem skráður er fyrir síðunni, og er nemandi á Bifröst póst í gær og hrósaði þeim fyrir þetta góða verk. Virkilega vel gert.

Ég ákvað að svara spurningunum og fékk þetta út úr því:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 87.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 43%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Sjálfstæðisflokksins!

Það hefur aldrei leikið mikill vafi á því hvað ég muni kjósa á laugardaginn og ekki varð þessi könnun til að sýna mér fram á annað en að ég væri búinn að ákveða rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Common Stebbi

Þetta er búið að tröllríða bloggheimum í marga daga!  

Heiða B. Heiðars, 9.5.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað með það? Má ég ekki svara þessari könnun og birta niðurstöður hér?

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.5.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jú auðvitað... en fyndið þetta "ég rakst á áhugaverða könnun"....soldið svona eins og þú værir að finna upp hjólið

Heiða B. Heiðars, 9.5.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég sá þessa könnun á vefrandi í gær og hafði þá ekki séð hana áður eða heyrt af henni. Þannig að ég fann hana sjálfur. Það er ekki flóknara en það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.5.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sorry... ætlaði ekki að móðga þig. Fannst þetta bara fyndið

Heiða B. Heiðars, 9.5.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Þetta er marklaus íhalds og framsóknar könnun,sem ekki nokkur heilvita maður tekur mark á. Hagfræðideild háskólans fær ekki háa einkun fyrir svona rugl,enda ekki í neinu samræmi við niðurstöður skoðanakannana.

Kristján Pétursson, 9.5.2007 kl. 22:09

7 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það er alveg sama hvernig ég fylli þetta út.  Alltaf svarar kerfið því að ég eigi mesta samleið með Samfylkingunni. 

Ég er reyndar ekki hissa á því.  Ég hef löngu lýst því yfir að ég er pólitískt viðrini og tilheyri "róttækum tækifærissinnum". 

Nú eru tveir dagar í kosningar og ég tel mig hafa áttað mig á stefnu eða stefnuleysi flestra flokkanna.  Samfylkingin er að vísu undantekning því að stefnan virðist fara eftir því hver talar og við hverja hann er að tala.  En það getur verið að ég skilji þetta betur á þessum tveim dögum sem eftir eru.  

Hreiðar Eiríksson, 10.5.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband