Silvía Nótt geispar golunni

Silvía Nótt Eins og fram kom hér fyrr í vikunni hefur Silvía Nótt sungið sitt síðasta ef marka má ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur, skapara hennar og ásýndar, í viðtali við blaðið Ísafold. Það var áhugavert að lesa það viðtal.

Í skrifunum hér gleymdi ég reyndar að benda á að viðtalið var ekki bara við hana, heldur ennfremur við Gauk Úlfarsson, bloggvin minn, sem hefur verið nátengdur karakternum frá byrjun. Gaukur á svo sannarlega varla síðri þátt í uppbyggingu Silvíu en Ágústa Eva.

Það er auðvitað svo að þessi karakter hefur verið kostulegur, hún hefur stuðað og hún hefur heillað. Fannst þetta þó fara frekar langt þegar að Silvía Nótt var farin að heimsækja Moggabloggarana, slapp ég reyndar við slíka heimsókn merkilegt nokk, en sumir hér voru argir yfir athyglinni sem glamúrgellan sýndi bloggsamfélaginu.

Mér finnst Ágústa Eva og Gaukur hafa unnið merkilegt afrek með þessum karakter. Þrátt fyrir hæðir og lægðir stendur eftir að þetta var stuðandi karakter, hún vakti athygli og hún gleymist ekki. En það var eflaust komið nóg af þessum leik. Þetta gekk reyndar alveg ótrúlega lengi. Eurovision-sigurgangan var hápunkturinn og botninn eins og ég hef svo oft sagt. En kannski hefði þetta ævintýri aðeins verið svipur hjá sjón án þess.

En ég má til með að minnast á verk Gauks í karakternum, enda átti hann stóran hluta þess hvernig gekk hjá Silvíu. Ef marka má komment þeirra sem kommentuðu um skrifin hér sakna menn varla Silvíu Nætur. Hún var búin með sitt kapítal greinilega og flestum fannst ævintýrið orðið nóg af hinu góða... eða vonda. Eftir stendur leikkona með tækifæri og sambönd, sem hún hafði ekki áður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Stefán.

Mikið vona ég að þetta sé rétt, orðin frekar þreytt greyið.

Ingólfur H Þorleifsson, 9.5.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband