Lokadagur stjórnmálaferils fjölda þingmanna

Alþingi Í dag er lokadagur, 11. maí. Þetta er líka í raun og veru lokadagur stjórnmálaferils fjölda reyndra stjórnmálamanna sem eru að hverfa af þingi. Á morgun er kjördagur og það verður auðvitað dagur frambjóðendanna sem sumir hverjir verða mældir sem þingmenn fyrir dagslok og enda inni aðfararnótt 13. maí.

Eftir kl. 22:00 annað kvöld, við fyrstu tölur, fer að skýrast mjög staðan um það hverjir komi í stað reyndu þingmannanna. Þrettán núverandi alþingismenn sækjast ekki eftir endurkjöri á morgun og sjö alþingismenn hafa þegar hætt á kjörtímabilinu, en einn þingmaður, Árni Ragnar Árnason, lést á kjörtímabilinu. Auk þessa munu fjöldi þingmanna falla á morgun ef marka má flöktandi skoðanakannanir á lokadegi. Það stefnir því í mestu uppstokkun á þingi frá árinu 1934.

Mér telst til að 21 alþingismaður kjörinn árið 2003 sé ekki lengur á þingi, hafi ákveðið að hætta í stjórnmálum við þessar kosningar eða horfið frá störfum fyrr en ella. Hæst ber að sjálfsögðu að forsætisráðherrarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hættu í stjórnmálum á kjörtímabilinu eftir langa þátttöku í stjórnmálum og að hafa leitt flokka sína í farsælu stjórnarsamstarfi flokka sinna samfleytt í rúmlega áratug. Auk fyrrnefndra hættu þau: Árni Magnússon, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Gunnar I. Birgisson, og Tómas Ingi Olrich. Árni Ragnar Árnason, sem var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, lést eftir erfið veikindi árið 2004.

Þeir þingmenn sem sátu sinn síðasta þingfund í mars og munu missa þingsæti sitt í kjölfar uppstokkunar á þingi eru Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir (Sjálfstæðisflokki), Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Jón Gunnarsson (Samfylkingunni), Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason og Dagný Jónsdóttir (Framsóknarflokki). Það eru því þónokkur tímamót í stjórnmálum á þessum lokadegi þegar að þingmenn eru að hverfa af hinu pólitíska sviði.

Ég fer hér á eftir yfir meginpunkta þeirra 21 einstaklinga sem setið hafa á þingi en annaðhvort hætt þar á kjörtímabilinu eða hverfa af þingi við alþingiskosningarnar 12. maí nk.

Gefa ekki kost á sér til endurkjörs

Halldór Blöndal
alþingismaður 1979-2007
landbúnaðarráðherra 1991-1995
samgönguráðherra 1991-1999
forseti Alþingis 1999-2005
formaður fjölda þingnefnda á þingferlinum

Jón Kristjánsson
alþingismaður 1984-2007
heilbrigðisráðherra 2001-2006
félagsmálaráðherra 2006
formaður fjárlaganefndar 1995-2001
forsætisnefnd 2006-2007

Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður 1987-2007
formaður Alþýðubandalagsins 1995-2000
varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003
þingflokksformaður Alþýðubandalagsins 1988-1992
þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2004-2006

Rannveig Guðmundsdóttir
alþingismaður 1989-2007
félagsmálaráðherra 1994-1995
forseti Norðurlandaráðs 2004-2005
varaformaður Alþýðuflokksins 1993-1994
þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1993-1994; 1995-1996
þingflokksformaður jafnaðarmanna 1996-1999
þingflokksformaður Samfylkingarinnar 1999-2001
forsætisnefnd 2005-2007
formaður félagsmálanefndar 1991-1994

Sólveig Pétursdóttir
alþingismaður 1991-2007
dómsmálaráðherra 1999-2003
forseti Alþingis 2005-2007
forsætisnefnd 2003-2005
formaður allsherjarnefndar 1991-1999

Sigríður Anna Þórðardóttir
alþingismaður 1991-2007
umhverfisráðherra 2004-2006
forseti Norðurlandaráðs 2000-2001
þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins 1998-2003
forsætisnefnd 2006-2007
formaður menntamálanefndar 1991-2002
formaður utanríkismálanefndar 2002-2003
formaður umhverfisnefndar 2003-2004

Guðmundur Hallvarðsson
alþingismaður 1991-2007
formaður samgöngunefndar 2001-2007

Jóhann Ársælsson
alþingismaður 1991-1995; 1999-2007

Hjálmar Árnason
alþingismaður 1995-2007
þingflokksformaður Framsóknarflokksins 2003-2007
formaður iðnaðarnefndar 1999-2003; 2006-2007
formaður félagsmálanefndar 2003-2004

Guðrún Ögmundsdóttir
alþingismaður 1999-2007

Dagný Jónsdóttir
alþingismaður 2003-2007
formaður félagsmálanefndar 2006-2007

Jón Gunnarsson
alþingismaður 2003-2007

Sigurrós Þorgrímsdóttir
alþingismaður 2006-2007


Létu af þingmennsku fyrir lok kjörtímabils

Davíð Oddsson
alþingismaður 1991-2005
borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991
forsætisráðherra 1991-2004
utanríkisráðherra 2004-2005
formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005
varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989-1991

Halldór Ásgrímsson
alþingismaður 1974-1978; 1979-2006
sjávarútvegsráðherra 1983-1991
dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-1989
utanríkisráðherra 1995-2004
forsætisráðherra 2004-2006
formaður Framsóknarflokksins 1994-2006
varaformaður Framsóknarflokksins 1980-1994
formaður fjölda þingnefnda á þingferlinum

Tómas Ingi Olrich
alþingismaður 1991-2004
menntamálaráðherra 2002-2003
formaður utanríkismálanefndar 1997-2002

Árni Ragnar Árnason
alþingismaður 1991-2004
formaður sjávarútvegsnefndar 2003-2004

Guðmundur Árni Stefánsson
alþingismaður 1993-2005
heilbrigðisráðherra 1993-1994
félagsmálaráðherra 1994
varaformaður Alþýðuflokksins 1994-1996
forsætisnefnd 1995-2005

Bryndís Hlöðversdóttir
alþingismaður 1995-2005
þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2001-2004

Gunnar I. Birgisson
alþingismaður 1999-2006
formaður menntamálanefndar 2002-2005
bæjarstjóri í Kópavogi frá 2006

Árni Magnússon
alþingismaður 2003-2006
félagsmálaráðherra 2003-2006

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband