Sögulegu samstarfi lokið - rætt við Samfylkinguna

Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde Það eru vissulega mikil tíðindi að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé lokið og það var vissulega merkileg stund áðan að hlusta á blaðamannafund Geirs H. Haarde og Jóns Sigurðssonar í Stjórnarráðinu þar sem endalok samstarfsins voru kynnt formlega. Flokkarnir hafa unnið saman frá vorinu 1995 og eiga að baki tólf ára farsælt samstarf og hafa unnið saman heilsteypt og gott verk.

Geir H. Haarde mun segja af sér fyrir hönd fráfarandi ríkisstjórnar í fyrramálið á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að Bessastöðum og væntanlega munu Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, nota helgina til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Þetta ætti að vera mjög farsæll stjórnarkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta yrði mjög voldug ríkisstjórn, sem hefði 43 þingsæti á Alþingi, og hefði sterkt umboð til uppstokkunar á mörgum sviðum.

Það voru mjög merkilegir tímar vorið 1995 þegar að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bundust saman um að mynda ríkisstjórn. Það er merkileg saga að baki og það væri þarfaverk fyrir einhvern sérfræðinginn að setjast niður og fara yfir þessi tólf ár, sem hafa verið merkilegur og heilsteyptur tími fyrir íslenska þjóð. En það kemur ævinlega að leiðarlokum og svo er nú um þetta farsæla samstarf. Það hefur blasað við stóran hluta vikunnar að eitthvað væri ekki eins og það ætti að sér að vera og grunnur samstarfsins væri orðinn mjög veikburða. Það var erfitt að halda til verkanna á akrinum með svo veikan grunn.

Það eru spennandi tímar framundan. Ég lít svo á að þessir tveir flokkar sem nú taka upp viðræður um myndun stjórnar geti náð góðum grunni. Það er mjög góður mannskapur á bakvið slíkt samstarf og ég held að það gæti orðið farsælt. Það hefur blasað við eins og ég hef sagt hér að byrjað hefur verið að mynda grunninn undir viðræður. Það er mikilvægt. Ég tel að það muni ganga vel og hratt saman með þessum flokkum og þeir ættu að hafa sterkt umboð til verka. Það verður ekki efast um sterka stöðu flokkanna, enda fara þarna tveir stærstu flokkar landsins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum formlegu stjórnarmyndarviðræðum. Viðræðurnar fram til þessa hafa auðvitað ekki verið formlegar stjórnarmyndunarviðræður, enda héldu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þingmeirihluta sínum. En nú er þessu tólf ára skeiði lokið og nýtt tekur við. Ég ætla að vona að það verði ekki síður farsælt fyrir íslensku þjóðina.

mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það eru engar gleðifréttir fyrir Samfylkingarfólk,ef reyndin yrði sú,að flokkurinn myndi hoppa upp í til Sjálfstæðisfl.Jafnaðarmenn hafa allt frá því,að Samfylkingin var stofnuð ,reynt af fremsta megni að gera flokkinn nógu öflugan gegn Sjálfstæðisfl.,þannig að hann væri góður valkostur fyrir kjósendur, sem leiðandi flokkur í ríkisstjórn.Í þremur síðustu alþingiskosningum hefur Samfylkingin fengið aðeins 4-10% minna fylgi en Sjálfstæðisfl.og er því í reynd orðinn raunhæft mótvægi við Sjálfstæðisfl.Það á mikið eftir að reyna  á innviði Samfylkingarinnar,ef hún fer í ríkisstjórn með íhaldinu.Sjálfstæðisfl.og VG hefði verið best fyrir Samfylkinguna að færu í ríkistjórn sé litið til framtíðar,þá hefði SF fengið sitt fylgi til baka frá VG og litlu flokkarnir sameinast Samfylkingunni,sem mótvægi við íhaldið.

Kristján Pétursson, 17.5.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það verður að ráðast. Mér skilst að formenn flokkanna séu komnir vel á leið og þau hafa bundist fastmælum um að vinna saman að myndun stjórnar. Það er gott skref, enda tel ég að þessir flokkar geti vel unnið saman og fátt muni þannig séð skilja þá að.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.5.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband