Árni Johnsen og Björn Bjarnason lækka um sæti

Alþingi Landskjörstjórn hefur nú gefið formlega út kjörbréf til þeirra 63 alþingismanna sem náðu kjöri í þingkosningunum 12. maí sl. Ljóst er að Árni Johnsen, alþingismaður, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, lækkuðu um eitt sæti í kosningunum í kjördæmum sínum vegna útstrikana. Í ljósi þessa verða Björn og Árni þriðju á listum Sjálfstæðisflokksins í kjördæmum sínum.

Þetta eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi, enda hafa þau blasað við allt frá kosninganótt þegar að tíðindi um útstrikanir urðu ljósar. Þetta eru þó í sjálfu sér ólík tilfelli. Annar þeirra sem lækkaði vegna útstrikana varð fyrir því að auðmaður í nöp við frambjóðandann hvatti í mjög áberandi heilsíðuauglýsingum í öllum dagblöðum til yfirstrikunar á hann í massavís og hinn er umdeildur frambjóðandi sem á að baki hneykslismál og fangelsisvist sem hlaut uppreist æru með umdeildum hætti og verið umdeildur innan flokks síns allt frá því að hann náði kjöri í prófkjöri að nýju og afar óheppileg ummæli um afbrot sín.

Það eru mörg ár síðan að viðlíka atburður hefur átt sér stað. Staða þessara frambjóðenda er mjög ólík eins og fyrr er að vikið, enda bakgrunnur þeirra ólíkur og ástæður þess að þeir eru umdeildir í þessum kosningum er vægast sagt ólík ennfremur. Það er sögulegt að það gerist að frambjóðendur lækki vegna yfirstrikunar og hefur að ég held ekki gerst frá árinu 1946, en þá reyndar féll frambjóðandi algjörlega út, enda var þá kjördæmaskipan með allt öðrum hætti.

Ég hef áður skrifað hér á þessum bloggvef um stöðu Björns og Árna og ég held að skoðanir mínar í þeim efnum séu vel ljósar.

mbl.is Árni og Björn færast niður um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband