Ekki verður vist Páls löng hjá Landsvirkjun

Páll Magnússon Það er ekki mánuður liðinn frá því að forysta Framsóknarflokksins sparkaði Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, fyrrum þingmann flokksins, af formannsstóli stjórnar Landsvirkjunar og setti Pál Magnússon, bæjarritara í Kópavogi, í stað hans. Þá voru aðeins 16 dagar til alþingiskosninga. Það útspil vakti mikla athygli eins og kunnugt er. Nú þegar að Framsóknarflokkurinn er að missa völd í landsstjórninni blasir við öllum að formannsvist Páls hjá Landsvirkjun verður ekki langlíf.

Ég skildi ekki þessa fléttu hjá Framsókn. Hún leit frekar undarlega út í sannleika sagt. Hvers vegna var skipt kortéri fyrir kosningar og án þess að vitað væri hver leiddi mál í landsstjórninni eftir kosningarnar? Nú er ljóst að hann verður hámark í þessum stóli í eitt ár og ekki verða áhrif hans mikil þar innanborðs. Þetta var auðvitað flétta sem kom mjög óvænt og var hlægilega vandræðaleg fyrir Framsóknarflokkinn. Ég taldi fyrirfram að Jóhannes Geir yrði áfram þetta eina ár og svo myndi nýr ráðherra með sterkt umboð eftir kosningar taka af skarið.

En þetta er mjög athyglisvert allt saman. Það verður athyglisvert að sjá hvað verður um Pál, hversu lengi úr þessu hann verður formaður, en örlög hans á þessum stóli eru auðvitað ráðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætli hann muni ekki fá góðar starfslokagreiðslur og há eftirlaun? Kannski sáu framsóknarmenn hvert stefndi og ákváðu að nýta sem mest og ná sem mestu? Annars er erfit að reyna að ímynda sér einhverja skinsamlega ástæðu á bak við þetta allt. 

Fannar frá Rifi, 21.5.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband