Styttist í nýja ríkisstjórn - vinna á lokastigi

Geir H. Haarde og Ingibjörg SólrúnÞað blasir við að stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru á lokastigi. Vel hefur verið unnið af hálfu flokkanna um helgina á Þingvöllum og ljóst að ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu dögum. Væntanlega verður grunnur hennar kynntur þingflokkum á morgun, mánudag, en þingmönnum hefur verið sagt að vera á höfuðborgarsvæðinu.

Það er auðvitað mikið gleðiefni að sjá hversu vel þessi vinna gengur og að samkomulag sé í sjónmáli. Það hefur verið unnið af krafti síðustu daga og helgin nýtt vel til verkanna sem máli skipta. Það er ljóst að stutt er í ríkisstjórnarskipti og væntanlega mun Alþingi koma saman innan skamms tíma, þar sem nefndir og forysta þingsins verða kjörin og forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Mjög fróðlegt verður að fylgjast með upphafi þinghalds, sérstaklega verður þar fylgst með nefndakapal og auðvitað því hvernig nýrri 20 manna stjórnarandstöðu gengur að stilla sig saman.

Vangaveltur þess sem við tekur er málefnagrunnur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er kominn á hreint tengjast skipan stjórnarinnar og skiptingu ráðuneyta. Það mun eflaust skýrast fyrr en seinna. Fróðlegt verður auðvitað að sjá hvort að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra, ennfremur hvort Samfylkingin tekur við ráðuneytum þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur haft eða hvort uppstokkun verður. Heldur líklegra er nú að uppstokkun verði og því muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðeins sitja í þeim ráðuneytum sem hann hefur nú. Fróðlegt verður ennfremur að sjá hvort ráðuneytum verði fækkað.

Skv. mínum heimildum verður það ekki gert og því fái báðir flokkar sex ráðherrastóla. Ennfremur verður auðvitað vel fylgst með því hver verði forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forsetastól þingsins í 16 ár og er auðvitað athyglisvert að sjá hvort hann fær stólinn áfram. Eflaust munu margir fylgjast með því hverjir verði ráðherrar flokkanna. Það má eflaust búast við einhverju athyglisverðu. Meiri efasemdir eru sýnist mér uppi um tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins en formanns Samfylkingarinnar, þó báðar tillögur verði eflaust athyglisverðar.

Heilt yfir er gott að sjá hversu vel vinnan hefur gengið. Það er góður vitnisburður um verklagið hjá flokkunum og góðs viti um það sem koma skal. Allra augu færast brátt frá Þingvöllum og til þess sem tekur við nú við val á ráðherrum og í önnur embætti á fundum þingflokka Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Eflaust munu æðstu stofnanir flokkanna verða kallaðar saman til að staðfesta samstarfið á þriðjudag og flest stefnir í ríkisstjórnarskipti eigi síðar en á miðvikudag. Þetta verða spennandi tímar sem fylgja þeirri uppstokkun mála sem fylgir nýrri ríkisstjórn.

Það er ekki undrunarefni að forystumenn flokkanna hafi ákveðið að funda á Þingvöllum. Þar er mikil kyrrð og greinilegt að vel hefur tekist til yfir helgina. Forystumenn flokkanna hafa fengið góða ró yfir þessum verkum og greinilegt á löngum fundum að þar hefur tekist að ná góðu verklagi og tryggja að forystumenn nýrrar stjórnar smelli vel saman til verkanna framundan. Það skiptir mjög miklu máli, enda eru næg verkefni framundan. Það er greinilegt að þetta verður ríkisstjórn sem hikar ekki við að stokka upp stöðu mála víða og horfa fram á veginn í fjölda mála og hugsa hlutina öðruvísi en gert hefur verið á breiðum vettvangi.

Nú bíða allir stjórnmálaáhugamenn spenntir eftir niðurstöðu í málefnaáherslum nýrrar stjórnar og hvernig hópurinn í forystu Þingvallastjórnarinnar verður mannaður. Þar liggja spennumerki næstu daga í íslenskum stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og enginn niðurskurður á fjölda ráðaneyta? er kannski búið að gefa eitthvað út um það mál?

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það hefur ekki verið gefið út, en eftir því sem ég hef heyrt verður því ekki breytt að þessu sinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.5.2007 kl. 01:35

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fyrirgefðu Stebbi að ég svari þér hérna.Það var og er ekki mín ætlun að vera með neina lágkúru um þessi
mál.Ef þú tekur því þannig þá biðst ég afsökunar. Ég vildi aðeins benda á að í dag er nánast vonlaust að komast inn í þetta kerfi með viljann og dugnaðinn einan að vopni svo einfalt er það.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband