Forsetakjör

Ég styð Davíð Oddsson í forsetakjöri í dag. Um leið og hann gaf kost á sér til embættisins var ég ákveðinn í því að styðja hann og tala máli hans í þessum kosningum. Davíð hef ég alltaf stutt til verka og metið mikils sannfæringu hans, kraft og þor í pólitísku starfi.

Ég gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn um leið og ég hafði aldur til 15 ára gamall. Þar réði mestu að Davíð leiddi þann flokk og mótaði starf hans, maður með alvöru hugsjónir sem mér líkaði. Davíð er sannur leiðtogi, hefur verið farsæll forystumaður í pólitísku starfi, leiddi menn saman til verka, vissulega umdeildur og ákveðinn en um leið má treysta að hann þorir og hikar ei.

Ég vil forseta sem getur tekið erfiðar ákvarðanir, hefur sannfæringu þegar á reynir og er ekki á flótta frá skoðunum sínum - stendur vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, hefur reynslu af samskiptum við erlend ríki - forseta sem mun standa með þjóðinni á örlagastundu eins og fráfarandi forseti gerði með svo miklum glæsibrag.

Sá valkostur er Davíð Oddsson. Hann er traustsins verður.


mbl.is Sjötti forsetinn kjörinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband