Takk strákar!

Íslenska þjóðin getur verið svo innilega stolt af strákunum sínum við leikslok á EM þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir heimamönnum á Stade de France. Við mættum einfaldlega ofjörlum okkar, alveg grátlegt að missa dampinn í fyrri hálfleik, en strákarnir komu til baka eftir áfallið og náðu að rétta sinn hlut með sóma.

Frammistaða liðsins hefur auðvitað verið algjört ævintýri og sameinað þjóðina í eina öfluga liðsheild. Þakklæti og stolt lifir eftir þetta mót hjá þjóðinni allri. Nú er bara að byggja ofan á þennan árangur og horfa til framtíðar.

Við kveðjum Lars með söknuði - arkitektinn að þessu mikla ævintýri. Hann kom með fagmennsku og trausta verkstjórn í landsliðið og hefur lyft grettistaki í íslenskri knattspyrnu.

Strákarnir hafa lært mikið á skömmum tíma, vaxið við hverja raun og náð ógleymanlegum árangri. Liðsheildin og stuðningur þjóðarinnar hefur spilað saman í magnaða heild. Okkur eru sannarlega allir vegir færir eftir Frakklandsævintýrið.


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband