Ingibjörg Sólrún verður utanríkisráðherra

Ingibjörg Sólrún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem tekur við völdum á fimmtudag. Ingibjörg Sólrún verður önnur konan í íslenskri stjórnmálasögu sem verður utanríkisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi utanríkisráðherra, varð fyrsta konan í embættinu er hún tók við þann 15. júní 2006.

Það þótti alltaf líklegra að Ingibjörg Sólrún yrði utanríkisráðherra í stjórninni. Skv. þessu blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram fjármálaráðuneytinu og verður fróðlegt að sjá hvort að Árni M. Mathiesen gegnir því embætti áfram.

Ráðherrar stjórnarinnar verða valdir í kvöld. Tillögur formanna flokkanna um ráðherraskipan verða tilkynntar eftir fundi æðstu stofnana Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en þingflokkar þeirra verða að staðfesta það val.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband