Vonbrigði Kristjáns Þórs Júlíussonar

Kristján Þór Júlíusson Það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir Kristján Þór Júlíusson, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrum bæjarstjóra á Akureyri, að verða ekki ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Það eru líka vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn í kjördæminu að sitja hjá án fulltrúa í ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð. Kristján Þór er vissulega nýliði á þingi en bauð fram áralanga reynslu af vettvangi sveitarstjórnarmála í farteskinu þegar að hann fór í þingframboð.

Skilaboð formanns Sjálfstæðisflokksins eru klárlega með þeim hætti að menn verði ekki ráðherrar um leið og þeir taki sæti á Alþingi. Þessi niðurstaða vekur mikla athygli í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn vann um margt sögulegan sigur í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 12. maí sl. Flokkurinn er langstærsta aflið í kjördæminu og leiðir nú svæði sem um áratugaskeið voru lykilvígi Framsóknarflokksins. Það var sigur sem aldrei var sjálfsagður og er einstakur ef frá er skilinn mjög naumur sigur flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra árið 1999.

Í ráðherrakapal Sjálfstæðisflokksins vorið 2003 var gengið mjög freklega framhjá Norðausturkjördæmi. Í þeim kapal fólst aftaka á bæði Halldóri Blöndal og Tómasi Inga Olrich sem stjórnmálamönnum að mínu mati. Tómas Ingi var sleginn af sem menntamálaráðherra með frekar lágkúrulegum hætti er hann var sleginn af í ráðherrakapal í maí 2003 en var látinn danka í embætti hálft ár í viðbót með skugga eftirmannsins á eftir sér með áberandi hætti. Halldór Blöndal var samhliða þessu sleginn af sem þingforseti í maí 2003 en það tók ekki gildi fyrr en á miðju kjörtímabili. Þetta kom í kjölfar vondra kosningaúrslita það vor. Þann skell var svosem eðlilegt að við tækjum á okkur, en engu að síður var verklag formanns flokksins frekar brútalt.

Að þessu sinni erum við eina kjördæmið innan flokksins sem er sniðgengið í ráðherrakapal. Fyrir fjórum árum sátum við líka hjá rétt eins og Suðurkjördæmi. Ég lít ekki svo á að áframhaldandi ráðherraseta Tómasar Inga fyrir fjórum árum, með örlögin ráðin, hafi verið ákvörðun um ráðherrasetu hans. Það var mikið áfall og ekkert gleðiefni fyrir okkur hér. Að þessu sinni er staða okkar óbreytt. Við höldum að vísu Öbbu sem þingflokksformanni, en það er augljóslega bara vegna þess að hún er kona. Það kemur ekkert annað til skýringa á því að mínu mati.

Mér finnst þessi niðurstaða ekki vænleg fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Þetta er niðurstaða sem er verð mikillar umhugsunar á stöðu mála fyrir okkur hér í ljósi þess að við tókum kjördæmið með frekar afgerandi hætti og færðum sögulegan sigur. Það er ekki sjálfgefið að sú staða verði fyrir hendi eftir fjögur ár tel ég.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

"Við höldum að vísu Öbbu sem þingflokksformanni, en það er augljóslega bara vegna þess að hún er kona."  Vægast sagt ósmekkleg og ömurleg ummæli og ekki þér sæmandi, Stefán Friðrik.  Það er að vísu ekki óskastaða að hafa ekki ráðherra, en að taka það út á dugnaðarforki eins og Arnbjörgu er í mínum huga út í hött og þessi skrif um hana nálgast það að vera kvenfyrirlitning.  Í mínum huga er það augljóst að vegna starfa sinna hefur þingflokkurinn vilja hafa Arnbjörgu áfram í forsvari fyrir sig.

Rúnar Þórarinsson, 23.5.2007 kl. 14:13

2 identicon

Ég hef enga trú að að þetta séu Kristjáni vonbrigði. Mér finnst satt best að segja óliklegt að hann hafi gert sér miklar vonir um ráðherraembætti í fyrstu atrennu að þingi. En svo má ekki gleyma að ráðherrar í ríkisstjórn eru ekki BARA fulltrúar síns flokks heldur ríkisstjórnarinnar allrar. Og þar kemur nafni hans Möller inn sem þingmaður NA.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef lengi virt Öbbu mjög mikils. Það blasir þó við að hefði hún ekki orðið þingflokksformaður og karlmaður settur í staðinn hefði talið um vonda stöðu kvenna orðið enn háværara. Þessi orð eru ekki meint niðrandi til Öbbu, en þetta er staða mála. Ég dreg enga dul á það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 14:16

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jú Anna, ég tel að við höfum gert okkur vonir um ráðherrastól. Það var talað með þeim hætti í kosningabaráttunni og það var markmið Kristjáns þegar að hann fór fram að hann yrði sem fyrsti þingmaður kjördæmisins. Það get ég vel fullyrt hafandi verið í flokksstarfinu hér á Akureyri um árabil, þar á meðal formaður flokksfélags hér og verið í innra starfinu mjög lengi. Reynsla hans er enda mjög mikil. Það hefði aldrei gengið að gera hann að þingflokksformanni, enda hefði þá kvennatalið orðið mun háværara. Fyrir mér er staða mála einföld.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 14:20

5 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Ok. Ég tók e.t.v. full harkalega til máls, en mér brá svolítið við að lesa þetta en sé hins vegar alveg hvað þú meinar.  Ég get alveg tekið undir það að þetta eru sannarlega vonbrigði því að sigurinn var afgerandi jafnvel þó að "ennþá" séum við með minnsta fylgið hér í okkar kjördæmi, hjá flokknum.  Gæti hugsanlega verið að það verði stokkað upp í ríkistjórn á kjörtímabilinu og að þá eigi Kristján möguleika á því að verða ráðherra?  Ekki ólíklegt, allavega svaraði Björn því til, þegar hann var spurður um þau mál, að það hefði ekki verið rætt um það, svaraði því ekki afdráttarlausara en það.

Rúnar Þórarinsson, 23.5.2007 kl. 14:37

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil taka það skýrt fram að mér þykir alveg innilega vænt um Öbbu. Hún hefur unnið glæsilegt verk á sínum vettvangi og er öflugur fulltrúi kvenna. Það er okkur mikilvægt að hún sé áfram þingflokksformaður.

Ég taldi aldrei líklegt að Stjáni yrði þingflokksformaður. Það var bara ein kona í spilum ráðherrakapals og staða hennar var því vel trygg á sínum stað. Sem betur fer, enda er það sigur fyrir okkur. Hafandi séð það að fimm karlar yrðu ráðherra varð kona að leiða þingflokkinn.

Það má kannski misskilja mig en ég vil taka það þó skýrt fram að ég fagna mjög því að hún er áfram formaður þingflokks. Hún hefur unnið vel fyrir þeim sess og ber hann vel sem reynslumikill þingmaður og manneskja sem getur sætt saman þingmenn og verið frontur hópsins.

Ég vil taka þetta skýrt fram svo að menn misskilji mig ekki eða haldi að ég sé að tala niður til hennar. Skildi hinsvegar viðbrögð þín Rúnar minn enda hefurðu eflaust misskilið mig. En þetta er meining orðanna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gleymdi einu Rúnar í viðbótina. Sendi það hérmeð :)

Veit ekki með stöðuna á tímabilinu. Mögulegt að Björn hætti, en ég tel að þá færi Bjarni inn í dómsmálin. Nema þá að róterað verði eitthvað til. Erfitt að segja. En það eru vonbrigði fyrir okkur að fá ekki ráðherrastól, en við megum ekki gleyma að við erum í gömlum framsóknarbælum og það að ná tæpum 30% og leiðandi stöðu á Norðurlandi eystra og sérstaklega Austurlandi er sögulegur sigur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 14:49

8 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Alveg rétt Stebbi, þetta er "gamalt framsóknarbæli" og því var sigurinn sætur.  Trúlega er það rétt mat hjá þér að ef að Björn fer út á kjörtímabilinu þá er Bjarni líklegur arftaki,  hann hefur líka verið formaður allsherjanefndar og er lögfræðingur að mennt.  Það er líka hægt að hugsa sér meiri uppstokkun en þetta.  Mögulega að þeir fari út, bæði Einar K. og Árni Matt.  og þá kæmi Kristján í stað Einars og Guðfinna í stað Árna.  En þetta eru nú bara hugleiðingar mínar og eingöngu sett fram í gamni, umræðunnar vegna.

Rúnar Þórarinsson, 23.5.2007 kl. 15:19

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar K. er ekki á leiðinni úr pólitík og Árni Matt. ekki heldur.

Árni færði sig yfir í Suður Kjördæmi til að þurfa ekki að fara upp á móti Þorgerði Katríni og Bjarna Ben. Árni er í sterkri stöðu sem leiðtogi suður kjördæmis og ráðherra. Hann mun sitja út þetta kjörtímabil.

Hérna í NV. þá munu bæði Sturla og Einar Oddur hætta á kjörtímabilinu eða þegar nýtt þing tekur til starfa eftir 4 ár. Það fer alveg eftir persónulegum högum þeirra beggja. Einar Kristinn mun verða 1 þingamaður Sjálfstæðismanna undir lok þessa kjörtímabils og hann er ekki að fara að hætta áður en það gerist.

Fannar frá Rifi, 23.5.2007 kl. 15:34

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Einar Kristinn hefur mjög sterka stöðu og er svo sannarlega ekki að fara neitt. Árni er ekki að hætta heldur. Tel að þeir séu báðir mjög líklegir til að fara fram aftur í næstu kosningum og mjög öruggt eiginlega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband