Vandaður grunnur frjálslyndrar hægristjórnar

Ingibjörg Sólrún og Geir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra, kynntu á Þingvöllum fyrir hádegið stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Mér líst mjög vel á þennan málefnagrunn flokkanna og líst vel á flest það sem þar birtist. Þarna virðist vera komin til sögunnar frjálslynd hægristjórn, sem mér líkar satt best að segja mjög vel við að taki við á þessum kaflaskilum sem fylgja þessum stjórnarskiptum.

Ný stjórn boðar að því er virðist öfluga velferðarþjónustu, kraftmikið efnahagslíf, áberandi skattalækkanir og náttúruvernd. Athygli vekur að ný ríkisstjórn lýsir því sérstaklega yfir að hún harmi stríðsreksturinn í Írak. Orðalagið um Evrópumálin er vissulega mjög loðið, en það er auðvitað alveg ljóst að það er ekkert sem mælir gegn málefnalegum skoðanaskiptum í þeim málaflokki frekar en öðrum. Mér líst vel á orðalag í landbúnaðarmálum og sérstaklega er ánægjulegt að Íbúðalánasjóður verði færður undir verksvið fjármálaráðuneytisins. Svo er gleðilegt að ekkert stóriðjustopp er þarna grúnderað.

Heilt yfir tel ég að frjálslynd hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar muni vinna farsælt og gott verk. Þetta er öflug stjórn með traust og gott umboð, sterkan þingmeirihluta og stuðning tæplega 2/3 hluta kjósenda. Heilt yfir eru spennandi tímar framundan. Þessi stjórnarsáttmáli boðar nýja tíma á mjög mörgum sviðum, mjög spennandi tíma, sem ég tel að flokkarnir hafi náð góðum grunni um. Það verður heldur ekkert deilt um styrk hennar. Þetta er hin sögulega stóra samsteypa að þeirri fyrirmynd sem við sjáum til dæmis í Þýskalandi, þar sem tveir meginpólar sameinast um að halda saman til verka af krafti og án alls hiks.

Mér líst vel á þessa stöðu og tel að við munum eiga góð fjögur ár á mörgum sviðum. Þetta verða ár framfara og ferskleika, nýrra tíma. Á þeim þurfum við að halda núna.

Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar


mbl.is Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband