Tekur Jóhanna við af Sturlu sem þingforseti?

Sturla Böðvarsson Það er nú ljóst að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking skiptast á embætti forseta Alþingis á kjörtímabilinu. Sturla Böðvarsson, verðandi þingforseti, mun því aðeins gegna embættinu í tvö ár. Hávær orðrómur er um að Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi félagsmálaráðherra, taki við forsetaembættinu af Sturlu um mitt kjörtímabilið, árið 2009, og að Katrín Júlíusdóttir eða Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki þá við velferðarmálunum.

Jóhanna, sem er starfsaldursforseti Alþingis, myndi með því enda sinn pólitíska feril sem forseti Alþingis, en litlar líkur eru á því að hún gefi kost á sér í næstu alþingiskosningum, en hún verður orðin 69 ára gömul árið 2011. Það er eflaust mikilvægt fyrir Jóhönnu að komast aftur í sitt gamla ráðuneyti, en henni er falið að hefja vinnu að uppstokkun mála á því verksviði, og enda sinn feril með ráðherrasetu aftur.

Það er ekki fjarri lagi að spurning vakni hvað verði um Sturlu Böðvarsson árið 2009. Heldur er það nú ólíklegt að hann verði þá óbreyttur þingmaður og ekki ósennilegt að hann yfirgefi þá stjórnmálin.

Fari svo mun Einar Kristinn Guðfinnsson þá taka við leiðtogahlutverkinu í kjördæminu og Herdís Þórðardóttir, mágkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, verða nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

mbl.is Sturla verður þingforseti í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú gæti brugððið svo við, að mér tækist að ná til baka í okkar raðir allstórum hóp manna, sem yfirgáfu okkkur vegna aðgerða og aðgerðaleysis Sturlu í samgöngumálum.  Einnig gæti ég bent því góað fólki, sem fór yfir á Samfylkinguna, að nú væri Sturla Afturgenginn í líki Möllersins

Hér við Flóann er ekki mikill fögnuður með fyrstu orð þessa nýskipaða Samgönguráðherra.  Aðspurður um tvöföldun til Selfoss sagði hann, að það væri á Samgönguáætlun til margra ára. 

Skipulagsmálin eru að verða æ stærri póstur í ákvörðun  manna um stuðning við flokka.  Þetta þarf að athuga og gera það sem eðlilegt er, til að halda við aðdráttarafli okkar Flokks.

 Lítil eftirsjá er í Sturlu úr þessum stól, þó svo að menn hræðist mjög eftirmanninn Möllerinn er að líkum svakalegri Kjördæmapotari en Sturla.

Miðbæjaríhaldið

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Möllerinn verður allavega ekki skárri Bjarni minn. Verður fróðlegt að sjá hvernig hann efnir öll sín fögru fyrirheit í kosningunum hér nyrðra. En kjördæmapotari verður hann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.5.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er hann ekki þegar byrjaður að draga úr ummælum sínum. Td. í sambandi við Grímseyjarferjuna. Gagnrýndi hann ekki meint aðgerðarleysi hjá Stulla og koma síðan með svar eftir stjórnarmyndun eitthvað á þá leið að Samgönguráðaneytið væri að vinna í þessu og allt væri góðum farveg.

Nú geta Vestfirðing hinsvegar hvatt göng um Dýrafjörð og samtengingu Norður byggðana við Suður ásamt betri veg í bæinn. Ætli Möllerinn komi ekki með göng nr.2 fyrir Siglufjörð og ýti öllum göngum á Austfjörðum upp listann fram yfir hina eðlilegu víxl skiptingu. Víxl skiptinginn þar sem 1 landshluti fékk sín göng og síðan þurfti hann að bíða eftir að samgöngu bætur í formi gangna hefði komið annarstaðar. Þ.e.a.s. fullt jafnræði.

En ef og þegar Herdís tekur sæti á þingi, verður þá ekki orðið full mikil fjölskyldu stemning í sjálfstæðisflokknum? Væri ekki hægt að hafa fundi bara heima í eldhúsinu?

Fannar frá Rifi, 24.5.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góðar pælingar Fannar. Það verður fróðlegt að sjá til verka Kristjáns. Hann er þegar byrjaður að draga í land og hættir ekki strax. Það þarf að hugsa um verkefni um allt land. Það gengur ekki að hugsa bara um eigið kjördæmi. Samgönguráðherra þarf að vera þjónn allra landsmanna og líta á öll mál heiðarlegum augum en ekki bara augum kjördæmisins síns einvörðungu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.5.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband