Merkileg athugasemd Jóns Sigurðssonar

Jón Sigurðsson Ég veit ekki hvernig skal túlka þessa merkilegu athugasemd Jóns Sigurðssonar, fyrrum ráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í blöðunum í dag. Það hlýtur að hafa talist eðlilegt að hann vildi tilkynna sín pólitísku vistaskipti með sínum hætti en ekki fjölmiðla. Mér fannst það fullkomlega eðlilegt að hann vildi ekki stilla sér upp við vegg og taka undir orðróminn á þeim tíma þegar að það hentaði ekki. Hann varð að fá meiri tíma til að klára þau mál og hann gerði það.

Staða Jóns Sigurðssonar var flestum ljós er stjórnarsamstarfinu lauk. Það var erfið staða í ljósi þess að formaður stjórnmálaflokks verður að hafa vettvang til að tala af krafti í stjórnmálum, hann verður að geta verið í lykilhlutverki. Úrslit kosninganna 12. maí og það sem við tók með endalokum stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks varð að endalokum fyrir Jón í stjórnmálum. Það var heiðarlegt og rétt mat hans að formaður flokksins í stjórnarandstöðuvist yrði að vera alþingismaður með aðgang að fjölmiðlum á réttu stöðunum.

Ég hef margoft sagt það mat mitt að Jón hafi tekið við erfiðu verkefni, tröllvöxnu verkefni sem var óyfirstíganlegt á svo skömmum tíma. Ég tel að Jón hafi ekki tapað þessum kosningum, þær voru tapaðar eftir afsögn Halldórs Ásgrímssonar og vonda stöðu innan flokksins undir lok formannsferils hans. Það var við ramman reip að draga. Að mörgu leyti tek ég undir orð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, í bloggfærslu, þar sem hann víkur örlítið að Jóni.

mbl.is Athugasemd frá Jóni Sigurðssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband