Mun Guðlaugur Þór láta Alfreð Þ. gossa?

Gulli Það er ár liðið frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, tók við stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur eftir tólf ára stjórn framsóknarmannsins Alfreðs Þorsteinssonar á R-listaárunum. Við þau þáttaskil var ríki Alfreðs orðið það mikið að hann var kallaður Don Alfredo og Orkuveituhöllin var af gárungum nefnd Royal Alfreð Hall. Nú er stjórnarformannstíð Gulla hjá Orkuveitunni hinsvegar að ljúka vegna anna á öðrum vettvangi, enda hefur hann tekið við ráðherraembætti.

Það er kómískt fyrir Gulla að vera núna kominn í það merkilega hlutverk að verða yfirmaður fyrrnefnds Alfreðs Þorsteinssonar, innan við ári eftir að hann tók við af honum í Orkuveitunni. Það er eitt og hálft ár liðið frá því að Jón Kristjánsson skipaði sem heilbrigðisráðherra Alfreð til að stýra uppbyggingu nýja hátæknisjúkrahússins til að rýma leiðtogastól framsóknarmanna í Reykjavík með athyglisverðum hætti. Eftir alla framúrkeyrsluna með Orkuveituhöllina og annan glamúrinn víða innan fyrirtækisins vakti mikla athygli að honum skyldi falið það mikla og áberandi verkefni, en það var í margra huga dúsa til Alfreðs.

Það er ekki undrunarefni að margir spyrji sig nú hvað Gulli geri við Alfreð verandi í þeirri stöðu að vera yfir hann settur. Það hlýtur líka að vera súrsætt fyrir Alfreð að þurfa að leita til hins forna fjandvinar í stjórn Orkuveitunnar árum saman til að fá fjárveitingar og ráð um stöðu mála. Það hljóta að vera þung skref fyrir mann með stolt af því tagi sem einkennt hefur alla persónu Alfreðs Þorsteinssonar. Nú er Guðlaugur Þór Þórðarson orðinn talsmaður heilbrigðismála og er yfirmaður allra sjúkrastofnana og hefur því fullt vald yfir málum hins nýja hátæknisjúkrahúss. Hann horfir nú niður til Alfreðs og eflaust glottir vel við tönn.

Það eru margir sem velta fyrir sér stöðu Alfreðs í þessu ljósi. Spurningin í þeirri stöðu er mjög einföld: mun Guðlaugur Þór láta Alfreð Þorsteinsson gossa? Það er ekki undrunarefni sé litið til sögu þeirra saman í stjórnmálum, sérstaklega innan stjórnar Orkuveitunnar þegar að Alfreð vann sem kóngur í ríki sínu í fyrirtækinu og hélt minnihlutafulltrúum Sjálfstæðisflokksins algjörlega í skugganum. Það hljóta í það minnsta að vera athyglisvert að fylgjast með samskiptum þessara tveggja manna í nýjum stöðum nú burtséð frá öllu öðru.

mbl.is Guðlaugur Þór lætur af stjórnarformennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er nu sama sinnis með þetta ,Guðlaugur hlitur að ihuga þetta og vel það/!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 20:40

2 identicon

Nei hann gerir það ekki. jb

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Því fyrr - því betra!

Ég fer enn að hlægja að setningunni hans Alfreðs þegar hann tók við þessu starfi þar sem hann sagði frá því að hann hefði fengið þetta starf vegna reynslu sinnar og áræðni af stórframkvæmdum ! 

Nei takk segi ég - litli borgarstjórinn eins og hann var oft kallaður má taka pokann sinn og það strax í dag - nú er nóg komið!

Óttarr Makuch, 27.5.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig veistu Jónína?? fyrir mér má Alfreð fjúka og ég vil að þessi spítalabygging verði endurskoðuð

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Mjög áhugaverð pæling, er ekki viss um að Sjálfstæðismenn almennt sjái eftir honum  en Jónína gæti þó haft rétt fyrir sér.

Vilborg G. Hansen, 28.5.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband