Þrælöfugt barnaefni

Teletubbies Það er ekki hægt annað en að hlæja að ummælum hins pólska umboðsmanns barna um að barnaþættirnir um Stubbana séu að ýta undir samkynhneigð. Finnst þetta álíka fyndið og þegar að Guðbjörg Hildur Kolbeins sá klám í stellingu stelpunnar framan á Smáralindarbæklingnum á meðan að flestir sáu sárasaklausa uppstillingu í raun og veru. Það má svosem eflaust alltaf fá jafnvitlausa útkomu á hlutina og hugur manns segir eða sjá eitthvað annað en allir aðrir.

En samt sem áður finnst mér þetta nú svona frekar kostulegt allt saman. Þetta hefur í mínum augum alltaf verið barnaefni og ég hef ekki það suddalega sýn á lífið og tilveruna að sjá vísbendingar um samkynhneigð í þessum þáttum, það litla sem ég hef vissulega séð til þeirra. Öll höfum við eflaust okkar sjónarhorn á þætti af þessu tagi, en ég held að flestir hafi gapað af undrun yfir þessum ummælum. Enda hafa þau hlotið mikla umfjöllun að því er virðist um allan heim eftir því.

Ég efast um að krakkar sem horfa á þessa þætti skaðist andlega af áhorfinu og ennfremur efast ég um að þau fari að íhuga samkynhneigð yfir þættinum, sem stendur í eitthvað um 20-25 mínútur að ég held. Heilt yfir er þetta bara fyndin umræða finnst mér. Þetta hefur þó fengið þónokkra umfjöllun um allan heim. Í umfjöllun á vef BBC er vel fjallað um meginatriðin.

Heilt yfir finnst mér þetta þó eins og fyrr segir jafnfáránlegt og Smáralindarblaðsumræðan fyrir nokkrum mánuðum og efast um að þessir þættir verði merktir sem þrælöfugt barnaefni.

mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Án þess að hafa lesið um dóm hins pólska umboðsmanns vil ég benda á að það sem hinir "samkynhneigðu" aðhafast þarf ekki allt að vera vegna meðfæddrar hneigðar.

Þeir sem voru hvað hneykslaðastir á Guðbjörgu Hildi ættu að prófa að svara því hvaða tilgangi þessi stelling stúlkunnar í auglýsingunni átti að lýsa eða þjóna.

Kjartan Eggertsson, 29.5.2007 kl. 06:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekki öll vitleysan eins, það er víst. Sakleysi barna er oft skemmt með asnalegum umræðum og sýn hinna eldri á heiminn.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband