Ótrúlegur árangur

Það er gleðilegt að lesa fréttir af svona góðum árangri stúdenta við skólann sinn. Það er ánægjulegt að vita að metin í skólunum falla enn, þó að mörkin hækki sífellt nær upp í hæsta skalann. Um daginn sá ég frétt um stelpu sem var að mig minnir í Kvennaskólanum sem hlaut 10, hvorki meira né minna, í heildareinkunn. Þetta er glæsilegur árangur.

Rósa Björk þessi sem fréttin er um er að ég held dóttir Þórólfs Árnasonar, forstjóra og fyrrum borgarstjóra. Þannig að ekki á hún langt að sækja það að vera snjöll. Það er alltaf gaman af svona fréttum og vita að alltaf hækka mörkin og alltaf getur snilldin verið meiri en þeirra sem setja mörkin áður. Gaman til þess að vita að æska landsins er það klár.

mbl.is Með hæstu einkunn í sögu MH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stúlkan í Kvennó var með 10 í meðaleinkunn fyrir stúdentspróf, það er prófin sem voru tekin á seinustu önn, en var líka með flotta meðaleinkunn yfir allt. Yfir 9,5 minnir mig.

Dídí (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Heyrði þessa frétt um stelpuna í Kvennó bara með öðru eyranu í útvarpi og var því ekki viss á þessu nákvæmlega. Gott að fá þessa fínu viðbót á þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband