Vönduð og vel flutt stefnuræða hjá Geir

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í kvöld á Alþingi fyrstu stefnuræðu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þar var farið yfir lykilmarkmið stjórnarinnar og þau verkefni sem framundan eru á hinni pólitísku vegferð á kjörtímabilinu, næstu fjögur árin. Það eru nýjir tímar í íslenskum stjórnmálum. Samstarf þessara tveggja flokka markar þáttaskil og þar kemur til sögunnar nýr og sterkur þingmeirihluti sem setur afar metnaðarfull markmið á dagskrá og byggir nýjan grunn til verka.

Geir flutti stefnuræðuna af miklu öryggi og festu. Mér finnst Geir sífellt vera að eflast sem stjórnmálamaður. Hann styrktist sífellt í aðdraganda þingkosninganna og hélt sína leið til forystu, en reyndi ekki að leika Davíð Oddsson eða fara í sporin hans. Það er ekki hægt og Geir hefur markað sér sinn eigin stíl og eigin pólitík í raun. Þar liggur farsæld hans. Ég sá þetta best á landsfundi um miðjan síðasta mánuð. Eftir þann landsfund og sterka framkomu hans þar var aðeins spurning um það hversu öflugt umboð Sjálfstæðisflokkurinn fengi til forystu í kosningunum.

Það eru vissulega nýjir tímar með samvinnu tveggja stærstu flokka landsins. Það er auðvitað nýtt pólitískt landslag sem fylgir þessum breytingum og það eru spennandi tímar framundan. Sterk stjórn með öruggt umboð heldur nú til verkanna. Það reynir um margt á stjórnarandstöðuna í því ferli, því að þar eru fáir þingmenn og þeir eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Öflug stjórnarandstaða er sterkri ríkisstjórn mikilvæg. Það efast enginn um sterka stöðu stjórnarinnar eftir þetta umræðukvöld í þinginu og ljóst að spennandi tímar eru framundan í þinginu á kjörtímabilinu.

mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála um okkar formann/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband