Haldið austur

Ég er að fara austur á firði á morgun. Ég fékk bústað fyrir austan og ætla að vera þar í allt að viku, ræðst auðvitað í senn bæði af veðri og vindum. Veðurspáin lofar góðu, svo að það stefnir vonandi í góða daga á næstunni fyrir austan. Það verður gaman að hitta vini og ættingja fyrir austan. Það er orðið alltof langt síðan að ég hef farið austur, það er að verða ár og nauðsynlegt að skella sér austur nú, svona í sumarbyrjun. Fínt að taka nokkra daga í rólegheitum fyrir austan.

Þetta hefur verið mjög líflegur vetur í pólitíkinni. Gaman að skrifa um málin, en nú fer að styttast, held ég allavega, í að þar róist mjög og fólk slappi af eftir annasaman vetur. Það hefur verið gaman að skrifa um pólitíkina í vetur og ég held að hér hafi bara birst ágætis pælingar og umfjöllun um það sem hefur verið að gerast.

Það verður notalegt að pása sig aðeins þessa daga fyrir austan, þó að eflaust geti vel verið að maður pári eina og eina línu þegar að svo liggur við og vel stendur á að láta í sér heyra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hafðu það gott Stebbi minn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.5.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hafðu það gott i fríinu Stebbi,vonandi að þú látir eittverjar skoðanir i ljós fyrir því/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Góða ferð og gott frí Stefán, ef einhver á skilið bloggfrí ert það þú sem ert sennilega afkastamesti bloggarinn á moggablogginu! Reyndu nú að slaka á Láttu bara ekki nýbúana (lesist geitungana) skemma fyrir þér fríið! Mýflugur kunnum við á, ekki satt?

Vilborg Valgarðsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð Guðrún María, Halli og Vilborg.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.6.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband