Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs

Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhannesson er hættur störfum sem forstjóri Baugs. Hann tekur þess í stað við stjórnarformennsku í fyrirtækinu af Hreini Loftssyni, sem tekur við ráðgjafastörfum þar í staðinn og verður nú aðeins óbreyttur í stjórn. Honum er því hliðrað til fyrir Jón Ásgeir í skipulagsbreytingum. Gunnar Sigurðsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, verður nú forstjóri Baugs.

Það er merkilegt að fylgjast með þessari uppstokkun hjá Baugi. Hún kemur áður en frægu dómsmáli kenndu við Baug lýkur formlega og áður en úrslit mála eru því endanlega ljós. Mesti hasarinn í því máli er fjarri því búinn, eftir úrskurð Hæstaréttar fyrir nokkrum dögum þar sem hluta málsins er aftur vísað heim í hérað.

Það verður fróðlegt að fylgjast með stöðu mála hjá Baugi á næstunni. Það er merkilegt að Jón Ásgeir færi sig til og athyglisvert að sjá hann taka sæti Hreins Loftssonar sem stjórnarformanns eftir allt sem á undan er gengið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband