Stjórnarformaður Íslands?

Jón Ásgeir Jóhannesson Það er ekki ósennilegt að Jón Ásgeir Jóhannesson muni hreppa titilinn stjórnarformaður Íslands eftir daginn í dag. Hann varð í dag stjórnarformaður í FL Group og tekur við formennskunni nú ennfremur í Baugi eftir að hafa látið af forstjórastöðunni. Þessi fræga nafngift varð til þegar að Halldór H. Jónsson var stjórnarformaður Eimskips og svo margra fyrirtækja að flestir misstu tölu á því.

Síðan hafa fjöldi manna verið með titilinn. Eftir að hin gamalkunna viðskiptablokk kennd við Kolkrabbann hvarf af sjónarsviðinu í því formi sem hún var þekktust fyrir hafa aðrir fyllt í skörðin og víst er að ekki eru eignir á fleiri höndum nú en var á þeim tíma, jafnvel enn færri aðila, ef eitthvað er. Staðan á markaðnum er ansi áberandi. Krosstengsl nokkurra aðila á víðum vettvangi er allavega ekki minna áberandi nú en fyrir einum áratug eða tveim.

Þrátt fyrir að margir hafi búist við uppstokkun innan Baugs með einum hætti eða öðrum koma tíðindi dagsins samt að óvörum á nákvæmlega þessum tímapunkti. Jón Ásgeir er að færa sig til með áberandi hætti en heldur control á sínu veldi með áberandi hætti með því að verða starfandi stjórnarformaður Baugs. Tilfærslan í FL Group vekur athygli á nákvæmlega sama degi.

En eitt er víst að titillinn stjórnarformaður Íslands er enn við lýði, þó viðskiptaheimurinn hérlendis hafi tekið margar sveiflur frá því að titillinn varð fyrst til.

mbl.is Jón Ásgeir hættir sem forstjóri Baugs Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband