Var S&H-viðtalið við konu Kalla Bjarna skáldað?

Það hefur mikið verið rætt og ritað um fíkniefnasmygl söngvarans Kalla Bjarna. Viðtal Séð og heyrt við sambýliskonu hans hefur vakið mikla athygli eftir að hún fullyrti að blaðið hefði skáldað það upp. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stundu svaraði Eiríkur Jónsson þeim ásökunum. Þar vakti athygli er hann sagði að viðtalið hefði farið fram og að því hefðu verið fjögur vitni. Það hefði þó ekki verið hljóðritað og vitnin hefðu aðeins séð að hann hringdi og spurði spurninga.

Þetta mál er allt hið undarlegasta. Þetta er ansi líkt málinu fyrir tveim árum er Eiríkur fjallaði um Bubba Morthens og einkalíf hans í áberandi forsíðuumfjöllun blaðsins Hér og nú, sem þótti hafi á sér frekar harkalegan blæ. Hörð umræða varð um vinnubrögð hans í viðtölum og málið endaði fyrir dómstólum. Að lokum fór það svo að blaðið tapaði málinu og fræg ummæli um að Bubbi væri fallinn voru dæmd dauð og ómerk en með fylgdu myndir af Bubba að reykja.

Vinnubrögð Eiríks Jónssonar hafa verið mjög umdeild vissulega lengur en það og er þetta mál með viðtalið í Séð og heyrt enn eitt merki þess. Ekki virðist þessi umfjöllun vera mjög til þess fallin að efla orðspor þessa umdeilda blaðamanns. Þetta virðist eitt annað málið sem dregur orðspor hans niður eða efasemdir vakna um það.

Hvað varðar þetta mál með Kalla Bjarna er það allt hið sorglegasta og leitt að sjá hversu harkalegt fall þar hefur átt sér stað. Eðlilega verður umfjöllun um það mál í ljósi frægðar söngvarans. Verst er þó ef deilt er um vinnubrögð fjölmiðla, eins og svo greinilega er gert í tilfelli Séð og heyrt nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Því miður þá treysti ég ekki Eiríki Jónssyni fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Hans verðmætamat er svo allt annað en mitt.

Ragnheiður , 8.6.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Vinnubrögð Eiríks Jónssonar í allmörgum viðkvæmum og sársaukafullum málum geta vart talist málefnaleg umfjöllun.Þegar svona harmleikir eiga sér stað verða menn að taka tillit til aðstandenda.Ekki bætir þessi grein orðspor hans og var þó nóg fyrir.

Kristján Pétursson, 8.6.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband