Verslar Jónína Ben í Bónus?

Jónína Ben Sumt verður frekar að fréttum en annað í gúrkutíð að sumri. Í gær sá ég á netinu umfjöllun eða öllu heldur orðróm um að Jónína Benediktsdóttir hefði sést í Bónusverslun að versla sér til matar. Kannski er ég ekki að sjá pointið í þessu, en mér finnst ekki óeðlilegt að Jónína versli í Bónus, þó að hún kannski gagnrýni eigendur matvælakeðjunnar.

Það má kannski vera að fólki finnist það skondið en ekki finnst mér það þó nein frétt. Það er þó eflaust stigsmunur á því í hugum einhverra ef marka má umræðuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst orðið gagnrýni yfir framgöngu Jónínu ansi pent orðaval  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þeir sem versla eru verslunarmenn og þá kaupmenn... Við hin sem sækjum nauðþurftir til kaupmannsins, við kaupum vörur í búðinni.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þetta kom reyndar fram á hennar eigin síðu...... ekki var um meiri orðróm að ræða.... hvað þá frétt!

Eva Þorsteinsdóttir, 10.6.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Anna: Ég veit það ekki, mér hefur litist þannig á ummæli Jónínu að hún sé að gagnrýna það sem hún telur rétt. Hún hefur fullan rétt til þess að gera það.

Guðrún Magnea: Það má vera. Ég orða þetta alltaf svona merkilegt nokk.

Eva: Hafði ekki séð þetta á vef hennar. Takk fyrir ábendinguna. Það er nú greinilegt að orðrómurinn á Sirkusvefnum er ekki byggður á orðrómi eða skúbbi heldur á skrifum JBen sjálfrar. Það er vissulega athyglisvert. Það breytir þó ekki pointinu í skrifum mínum. Þau standa eftir sem áður óbreytt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.6.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Vona bara að í framtíðinni verði ekki spunnar fréttir í blöð útfrá persónulegu bloggi landans...... þá yrðu nú ansi margir í djúpum........

Eva Þorsteinsdóttir, 10.6.2007 kl. 18:55

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er erfitt að versla hérlendis án þess að versla við þá Baugsfeðga.  Ég er ekki með það á hreinu hvaða fyrirtæki þeir reka í það og það skiptið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.6.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband