KR skrapar botninn í úrvalsdeildinni

Úr leik KR og ÍA Það hlýtur að fara um knattspyrnuáhugamenn í vesturbænum í Reykjavík við að fylgjast með stöðu KR þessa dagana. Þeir skrapa botninn og fengu enn einn skellinn í kvöld, að þessu sinni töpuðu þeir fyrir Skagamönnum á Skipaskaga. Niðurlæging KR er orðin algjör í keppninni þetta sumarið og blasir ekkert við á þessari stundu nema varnarbarátta fyrir sætinu í deildinni.

KR-liðið er samansett af stjörnuleikmönnum á öllum póstum. Það sést þó hvorki af spilamennsku liðsins né árangrinum, sem telst varla viðunandi fyrir neitt lið með sjálfstraust, allra síst stórveldi á borð við KR. Staða Teits Þórðarsonar sem þjálfara hlýtur að teljast að verða vonlaus og hlýtur sæti hans að vera tekið að volgna allverulega og óvissa um hvort honum sé þar sætt lengur.

Þessi botnmennska KR er farin að minna á sumarið 2001 þegar að ekkert gekk hjá liðinu og þar var spilað vörn allt sumarið og naumlega tókst að tryggja sæti í úrvalsdeildinni. Það eru fáir plúsar í svona stöðu og hlýtur að fara um kjarnastuðningsmenn KR, sem eru flestu öðru vanir en botnskrapi. Þó ekki sé langt liðið á fótboltasumarið er þessi staða að verða glötuð nú þegar og fátt gott sem blasir við.

mbl.is KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sem eldrauður Valsari eru þessi tíðindi sem tónlist í eyrum mér

KR-ingar; þið eigið stefnumót við 2. deild! Góða skemmtun! 

Jón Agnar Ólason, 11.6.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alltaf gaman af völsurum.. enda falla þeir ansi reglulega

KR getur ekki blautann þetta árið hverju sem um er að kenna en sagan á að segja ykkur að KR er oftast nær sigurvbegari seinni umferðar og mun ná einu af toppsætunum í haust... alveg eins og í fyrra  

Óskar Þorkelsson, 11.6.2007 kl. 07:23

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Valsararnir hafa EKKI spilað í 2. deild en það hafa KRingar gert og það nokkrum sinnum.

 Ég vorkenni þessum blessuðu KRingum

Ég vona að þeir haldi sæti sínu í Úrvalsdeildinni en ef ekki, þá endurhugsa þeir hugsanlega þessa póliísu sína, að kaupa frekar miðaldra spilara en treysta á uppskeru ungliðastarfseminnar.

Við Valsarar fe´llum einmitt í þessa gryfju og áttuðum okkur ekki fyrr en við spiluðum í 1. deildinni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.6.2007 kl. 09:27

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ykkur velunnurum KR verður ekki að ósk ykkar þetta árið.

Í hvaða deild eru Akureyrarliðin Stefán?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Burt séð frá fallumræðunni um kr skiptir mestu máli að Valur vinni Íslandsmeistaratitilinn

Óðinn Þórisson, 11.6.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Góðar pælingar.

Heimi verð ég þó að svara. Akureyrarliðin eru eins og flestir vita bæði í fyrstu deild. Það er ekki viðunandi árangur og seint mun ég verja það að við séum ekki nógu öflug til að eiga úrvalsdeildarlið. Vonandi mun það breytast að ári. Það stefnir flest í það nú að Þór muni fara upp, ef þeir standa sig. KA mun vonandi eflast líka, en þeir eiga klárlega í vandræðum, sem verður að taka á.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.6.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband