Gréta Ingþórsdóttir ráðin aðstoðarmaður Geirs

Gréta IngþórsdóttirGréta Ingþórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í stað Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, alþingismanns. Þetta er mjög gott val hjá Geir. Gréta er mjög traust og öflug kona sem hefur unnið vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áranna rás og skilað öllu því sem hún hefur gert með glæsilegum hætti. Ég hef kynnst Grétu í flokksstarfinu, hún hefur verið öflug í þeim hópi alla tíð sem ég hef starfað innan flokksins og ávallt hefur hún sannað hversu vinnusöm og dugleg hún er.

Mér kemur val Geirs á aðstoðarmanni ekki að óvörum. Ég átti aldrei von á því að Geir myndi velja ungliða sem aðstoðarmann þrátt fyrir þrálátar sögusagnir þar um á fjölda vefsíðna. Það var alltaf mun líklegra að Geir myndi velja reynda flokksmanneskju með tengsl í alla flokkskjarna, manneskju sem nyti trausts og virðingar innan alls flokksins. Þá stöðu hefur klárlega Gréta Ingþórsdóttir. Hún er vel að þessu komin.

Ég óska Grétu innilega til hamingju með nýja starfið.


mbl.is Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband