Hanna Katrín Friðriksson aðstoðar Guðlaug Þór

Hanna Katrín Friðriksson Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, ákvað í dag að ráða Hönnu Katrínu Friðriksson, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Eimskips, sem aðstoðarmann sinn. Hanna Katrín hefur á sínum ferli m.a. verið framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík og auk þess verið blaðamaður á Morgunblaðinu. Þetta er að mínu mati mjög gott val hjá Gulla.

Hanna Katrín er mjög frambærileg kona og sannað kraft sinn í þeim verkefnum sem hún hefur sinnt. Ég sat fyrir nokkrum árum námskeið um greinaskrif sem hún var með á vegum SUS og Sjálfstæðisflokksins og sannfærðist þá mjög vel um það að Hanna Katrín er farsæl í því sem hún tekur sér fyrir hendur og er líkleg til að skila árangri í þeim verkefnum sem henni er treyst fyrir.

Í morgun sá ég "skúbb" hjá Andrési Jónssyni þar sem sagði að Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar, yrði aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Það vekur athygli að sjá fregnir um ráðningu Hönnu Katrínar á sama degi. Andrés verður eitthvað að kanna heimildarmennina betur.

mbl.is Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líst ljómandi vel á þessar nýju aðsstoðarkonur ráðherra. Gott að hafa gott fólk í brúnni.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er mjög gott val. Líst virkilega vel á það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.6.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband