12.6.2007 | 14:59
Guðni segist ekki hafa séð Finn í heilt ár
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði í útvarpsviðtali í morgun um orðsendingar Finns Ingólfssonar um kynslóðaskipti innan Framsóknarflokksins, sem klárlega er beint gegn formennsku Guðna. Þar sagðist Guðni ekki hafa séð Finn í heilt ár og greinilega ekki miklir kærleikar á milli þeirra, frekar en fyrri daginn. Það má enda ekki gleyma því að það var andstaða Guðna sem kom í veg fyrir endurkomu Finns í forystu flokksins sumarið 2006.
Ummæli Finns í Viðskiptablaðinu, atlagan að Guðna, vakti mikla athygli í aðdraganda miðstjórnarfundar um helgina og gerði fátt annað en opna aftur með áberandi hætti þau sár sem reynt er að græða eftir skaðlegt afhroð Framsóknar í þingkosningum. Með því varð ljós óánægja fjölmennra hópa innan flokksins með formennsku Guðna, sem er ekki beinlínis ný af nálinni.
Orðrétt sagði Guðni í morgun um Finn: "Hann kaus sjálfur að hverfa. Hann var tilbúinn að koma aftur fyrir orð vina Halldórs og Halldórs sjálfs ef um það skapaðist friður og sátt innan Framsóknarflokksins. En það varð hvorki friður eða sátt um það innan Framsóknarflokksins né í þjóðfélaginu. Það risu miklar öldur gegn því að Finnur tæki við Framsóknarflokknum. Því fór sem fór. Það varð ekki hans hlutverk. Menn réru á ný mið og Jón Sigurðsson kom til skjalanna í framhaldi af því til þess að sætta Halldór við að fara af hans vinum."
Þetta eru merkileg orð. Þarna felst skot á Halldór Ásgrímsson greinilega, en hann setti augljóslega eigin hagsmuni ofar flokksheill þegar kom að vali á eftirmanni og leitaði langt yfir skammt til að finna eftirmanninn því ekki vildi hann Guðna. Það hefur líka Guðni sjálfur bent á í forsíðuviðtölum við DV og Fréttablaðið með áberandi hætti eftir að hann tók við formennskunni við afsögn eftirmanns Halldórs. Þar var allt gert upp við Halldór með áberandi hætti og greinilega sett fram í forsíðuletursstíl hvers eðlis lætin voru sem riðu yfir Framsóknarflokkinn þegar að Halldór hrökk upp fyrir sem stjórnmálamaður. Þar eru enn sár opin, sem þó er reynt að græða.
Tal Finns Ingólfssonar gerði ekkert annað en ýfa upp gömul sár. Það mátti enda finna skot hjá Guðna fólgin í ummælum hans um hvar sökin á afhroði flokksins 12. maí sl. væri staðsett. Þar var skotið til fyrri átaka og Guðni var eins og hinn sigrum prýddi maður sem glottir við tönn og segir með glottandi kímnissvip: I told you so. Guðni er að gera flokkinn að sínu með talinu um uppgjörið og því að líta svo áberandi til vinstri. Þar er horft til þess að gera flokkinn aftur að flokki í takt við þann sem Steingrímur Hermannsson byggði upp í fimmtán ára formannstíð sinni.
Staðan innan Framsóknarflokksins er mjög sérstök nú þegar að hafist er handa við að byggja upp brunarústirnar eftir stórbrunann mikla á undanförnum árum. Guðni tekur við hálfgerðu flaki þar sem mikil uppbygging tekur við. Þar er staðan nær algjörlega í grunnmælingu. Saminn hefur verið friður á yfirborðinu og sverðin hafa verið sett til hliðar og allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér í miðjum vandræðunum. Allir hafa höggvið alla svo illa að skörðin eru orðin mikil. Nú er reynt að bjarga því sem eftir stendur af elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins.
Guðni fær þó tækifærið sem hann vildi fá fyrir ári; að leiða flokkinn sinn og reyna að byggja hann upp til verkanna. Með honum til verkanna er valin Valgerður, sem augljós leiðtogi Halldórsarmsins í þingflokki Framsóknarflokki og í lykilkjarnanum. Siv, sem eina þingmanninum á höfuðborgarsvæðinu, er fundinn sess með þingflokksformennsku. Allir fornu höfðingjarnir hafa því sinn póst til að vinna á. Með því fá allir eitthvað og sáttin helst á því formi sem getur dugað.
Undir krauma þó átökin. Það sanna ummæli Finns Ingólfssonar sem enn er fúll út í Guðna fyrir að hafa lagt ráðherra- og formannsdrauma sína í rúst fyrir ári. Guðni fær tækifærið til að byggja flokkinn. Yfir vofir þó sú staða að flokksþingi, innan tveggja ára, verði vettvangur hins sanna uppgjörs aflanna gömlu. Þar gætu orðið harðvítug átök sem gætu jafnvel enn aukið á sundrungu Framsóknarflokksins. Það hefur ekki vantað hasarinn innan þessa gamla flokks sem hefur verið sjálfum sér verstur um nokkuð skeið.
Það blasa engin endalok þeirra hjaðningavíga við með afsögn Jóns Sigurðssonar og formennsku Guðna Ágústssonar. Þar kraumar undir svo eftir er tekið.
Ummæli Finns í Viðskiptablaðinu, atlagan að Guðna, vakti mikla athygli í aðdraganda miðstjórnarfundar um helgina og gerði fátt annað en opna aftur með áberandi hætti þau sár sem reynt er að græða eftir skaðlegt afhroð Framsóknar í þingkosningum. Með því varð ljós óánægja fjölmennra hópa innan flokksins með formennsku Guðna, sem er ekki beinlínis ný af nálinni.
Orðrétt sagði Guðni í morgun um Finn: "Hann kaus sjálfur að hverfa. Hann var tilbúinn að koma aftur fyrir orð vina Halldórs og Halldórs sjálfs ef um það skapaðist friður og sátt innan Framsóknarflokksins. En það varð hvorki friður eða sátt um það innan Framsóknarflokksins né í þjóðfélaginu. Það risu miklar öldur gegn því að Finnur tæki við Framsóknarflokknum. Því fór sem fór. Það varð ekki hans hlutverk. Menn réru á ný mið og Jón Sigurðsson kom til skjalanna í framhaldi af því til þess að sætta Halldór við að fara af hans vinum."
Þetta eru merkileg orð. Þarna felst skot á Halldór Ásgrímsson greinilega, en hann setti augljóslega eigin hagsmuni ofar flokksheill þegar kom að vali á eftirmanni og leitaði langt yfir skammt til að finna eftirmanninn því ekki vildi hann Guðna. Það hefur líka Guðni sjálfur bent á í forsíðuviðtölum við DV og Fréttablaðið með áberandi hætti eftir að hann tók við formennskunni við afsögn eftirmanns Halldórs. Þar var allt gert upp við Halldór með áberandi hætti og greinilega sett fram í forsíðuletursstíl hvers eðlis lætin voru sem riðu yfir Framsóknarflokkinn þegar að Halldór hrökk upp fyrir sem stjórnmálamaður. Þar eru enn sár opin, sem þó er reynt að græða.
Tal Finns Ingólfssonar gerði ekkert annað en ýfa upp gömul sár. Það mátti enda finna skot hjá Guðna fólgin í ummælum hans um hvar sökin á afhroði flokksins 12. maí sl. væri staðsett. Þar var skotið til fyrri átaka og Guðni var eins og hinn sigrum prýddi maður sem glottir við tönn og segir með glottandi kímnissvip: I told you so. Guðni er að gera flokkinn að sínu með talinu um uppgjörið og því að líta svo áberandi til vinstri. Þar er horft til þess að gera flokkinn aftur að flokki í takt við þann sem Steingrímur Hermannsson byggði upp í fimmtán ára formannstíð sinni.
Staðan innan Framsóknarflokksins er mjög sérstök nú þegar að hafist er handa við að byggja upp brunarústirnar eftir stórbrunann mikla á undanförnum árum. Guðni tekur við hálfgerðu flaki þar sem mikil uppbygging tekur við. Þar er staðan nær algjörlega í grunnmælingu. Saminn hefur verið friður á yfirborðinu og sverðin hafa verið sett til hliðar og allir eru að reyna að bjarga sjálfum sér í miðjum vandræðunum. Allir hafa höggvið alla svo illa að skörðin eru orðin mikil. Nú er reynt að bjarga því sem eftir stendur af elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins.
Guðni fær þó tækifærið sem hann vildi fá fyrir ári; að leiða flokkinn sinn og reyna að byggja hann upp til verkanna. Með honum til verkanna er valin Valgerður, sem augljós leiðtogi Halldórsarmsins í þingflokki Framsóknarflokki og í lykilkjarnanum. Siv, sem eina þingmanninum á höfuðborgarsvæðinu, er fundinn sess með þingflokksformennsku. Allir fornu höfðingjarnir hafa því sinn póst til að vinna á. Með því fá allir eitthvað og sáttin helst á því formi sem getur dugað.
Undir krauma þó átökin. Það sanna ummæli Finns Ingólfssonar sem enn er fúll út í Guðna fyrir að hafa lagt ráðherra- og formannsdrauma sína í rúst fyrir ári. Guðni fær tækifærið til að byggja flokkinn. Yfir vofir þó sú staða að flokksþingi, innan tveggja ára, verði vettvangur hins sanna uppgjörs aflanna gömlu. Þar gætu orðið harðvítug átök sem gætu jafnvel enn aukið á sundrungu Framsóknarflokksins. Það hefur ekki vantað hasarinn innan þessa gamla flokks sem hefur verið sjálfum sér verstur um nokkuð skeið.
Það blasa engin endalok þeirra hjaðningavíga við með afsögn Jóns Sigurðssonar og formennsku Guðna Ágústssonar. Þar kraumar undir svo eftir er tekið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.