Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað um helgina

Tjaldsvæðið við ÞórunnarstrætiSú ákvörðun hefur verið tekin þriðja árið í röð að hafa tjaldsvæðið við Þórunnarstræti, götunni sem ég bý við, lokað um þjóðhátíðarhelgina, dagana 14 -17. júní nk. Þetta er gleðileg ákvörðun. Verklagi við þetta tjaldsvæði var gjörbreytt fyrir nokkrum árum. Þar gerðist í kjölfar ástandsins þar í árafjöld, einkum um verslunarmannahelgar, sem margoft hefur verið í fréttum. Í ágúst 2004 var íbúum hér við götuna algjörlega nóg boðið. Villimennskan og sukkið fór þá yfir öll mörk.

Draslið og sóðaskapurinn þá var af því kalíberi að það tók þrifsveit nokkra daga að koma hlutunum í samt lag og áður. Við hér við Þórunnarstrætið og bæjarbúar almennt vorum búin að fá alveg nóg. Nú hefur verið tilkynnt að tjaldstæðið verði eingöngu opið fjölskyldufólki með fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagna um verslunarmannahelgina. Svo hefur ennfremur verið frá árinu 2005. Samhliða þessu hefur gæsla verið stórefld og aðgengi breytt. Jafnframt hefur eftirlitið aukist til muna með tilkomu girðingu í kringum svæðið.

Ég hef annars alla tíð verið þeirrar skoðunar að tjaldsvæði á þessum stað sé barn síns tíma. Það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að það leggist af, enda ekki fólki bjóðandi í miðri íbúðabyggð að mínu mati. Það hefur þó verið gert ástandið á þessu svæði fólki hér meira boðlegt þrátt fyrir allt. Því fagna ég þessari ákvörðun þriðja árið í röð.

Það var ólíðandi að meginfrétt verslunarmannahelgarinnar æ ofan í æ hafi verið óregla og sukk á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og ómenningin sem þar grasseraði ár eftir ár. Með þessu öllu hefur verið tekið fyrir það, en betur má ef duga skal. Ég tel að það eigi að huga að því að loka þessu tjaldsvæði innan nokkurra ára.

mbl.is Akureyri: Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað dagana 14 -17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband