Vond aðkoma að sumarbústöðum

Það er mjög merkilegt að lesa þessa lýsingu á aðkomunni að bústaðnum hjá VR, þar sem æla, smokkar og matarleifar blöstu við gestum. Ekki beint aðlaðandi. Það er nú alveg með ólíkindum að fólk gangi ekki betur um og hugsi um þau híbýli sem þeim er treyst fyrir með sama hætti og eigin heimili. Nema þá að fólk gangi svona um eigið heimili, sem ég reyndar efast stórlega um í raun. Allt fólk með sómatilfinningu hlýtur að vilja ganga vel um sínar vistarverur og það er ömurlegur þessi hugsunarháttur að fyrst að maður eigi ekki bústaðinn sjálfur sé allt í lagi að yfirgefa hann jafnvel algjörlega í ruslastandi.

Einu sinni tók ég bústað hjá verkalýðsfélagi og kom að honum svona frekar subbalegum, þó engan veginn í eins döpru ástandi og lýst er í þessari frétt. Þetta er frekar ömurlegt, enda á maður von á að fá hreinan og góðan bústað í hendurnar og vonast til að fólk sé jafnþrifið og maður sjálfur þegar að kemur að því taka við svona bústað. En þetta er auðvitað misjafnt. En það er greinilega að það er að aukast að fólk gangi svona og svona um bústaðina. Þetta er ekki góð þróun.

mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.´

Þetta er alveg með ólíkindum að fólk sem hengir smokka til þerris á trjágreinar við þennan tilgreinda sumarbústað. Ég hélt að smokkar væru einota sem ekki mættu fara í þvott.

Í þessu tilfeldi sýnir að enginn virðing er fyrir eigum annarra eða bera virðingu fyrir öðrum. þetta er agaleysi sem hrjáir íslendinga í dag.

Varandi útleigu á sumarhúsum sem ég veit mæta vel enda félagi í einu sjómannafélaganna. þótt bústöðunum sé skilað hreinum og fínum á vorin þá er aðkoman eftir sumarið mjög dapurleg sem dæmi.

Sængur hlandbrunnar með túrblettum. Stólar og Borð brotið og bramlað, glös og annað stórskemmd. jafnvel að rúður hafa verið brotnar. frágangur eins og þarna er líst. Í þessu tilfelli hefur þurft fólk úr Reykjavík að gera hreint áður enn hægt var að leigja hann út aftur.

Og kaupa ný rúmföt að nýju. Því fólk kemur ekki með rúmföt með sér. Enda er þessi kostnaður orðinn svo mikill að félöginn eru farin að kaupa þessa þjónustu frá öðrum.

Enn þetta er mjög góð umræða hjá þér Stefán og mættir þú fara dýpra ofan í þessi mál. það skal tekið fram þetta á ekki við alla. þetta eru þessir aular sem eru ekki í húsum hæfir. Og ættu hvergi að fá húsnæði leigt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.6.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir gott komment Jóhann Páll. Þetta er auðvitað mjög vont mál, það vantar mikið á sómatilfinningu fólks að fara vel með og þetta vill æði oft enda svona og er því miður sífellt að verða meira vandamál. Vonandi tekst að vinna bug á þeim ósóma sem þetta er auðvitað. Það þarf að skrifa meira um þetta mál, maður á eftir að skrifa meira um þetta síðar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.6.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband