Halldór Blöndal formaður bankaráðs Seðlabankans

Halldór Blöndal Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseti Alþingis, verður nýr formaður bankaráðs Seðlabankans. Kosið var í bankaráðið á fundi Alþingis í dag. Auk Halldórs sitja Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Erna Gísladóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ráðinu. Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og ráðherra, situr í ráðinu fyrir hönd Samfylkingarinnar ásamt Jóni Þór Sturlusyni. Auk þeirra eru í ráðinu, sem fyrr, Jónas Hallgrímsson, fyrir hönd Framsóknarflokks, og Ragnar Arnalds, fyrir hönd VG.

Halldór Blöndal lét af þingmennsku 12. maí sl. Hann sat á Alþingi 1979-2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í Norðausturkjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra og var landbúnaðarráðherra 1991-1995, samgönguráðherra 1991-1999 og forseti Alþingis 1999-2005.

Það er gott að Halldór fær verkefni við hæfi nú að loknum stjórnmálaferli. Það verður eflaust auðvelt fyrir þá Davíð Oddsson og Halldór Blöndal að vinna saman innan Seðlabankans.

mbl.is Kosið í nýtt Seðlabankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Halldór er vel að þessu kominn og ég óska honum til hamingju með þetta

Huld S. Ringsted, 13.6.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: K Zeta

Stofna nýtt ríkisfyrirtæki fyrir gamla stjórnmálamenn svo hægt sé að ráða alvöru hagfræðinga í Seðlabankann.  Núna þegar búið er að selja svona margar ríkisstofnanir fer að vandast hvar gamlir ráðherrar og pólítískir gæðingar enda sína starfsævi.  Við gætum stofnað fyrirtæki sem eingöngu hefði forstjóra og aðstoðarmenn, passað að slít fyrirtæki hefði engin stjórnsýslulegvöld.  Þannig gætu forstjórar þessa fyrirtækis í eigu ríkisins flogið um allan heim ásamt sínu fríða föruneyti, allt á kostnað ríkisins en ekki valdið neinum efnahagslegum vanda.

K Zeta, 13.6.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband