Gunnar I. Birgisson kærir Mannlíf og Ísafold

Gunnar I. Birgisson Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að kæra umfjöllun Mannlífs og Ísafoldar um sig. Umfjallanir blaðanna, sem ritstýrt er af feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta, hafa vakið athygli fyrir að vera beinskeytt í garð Gunnars og taka hann algjörlega fyrir með mjög hvössum hætti. Sérstaklega hefur umfjöllun Ísafoldar um hinn umdeilda nektardansstað Goldfinger í Kópavogi og heimsókn Gunnars á staðinn vakið athygli, en þar er birt mynd af Gunnari á staðnum.

Embættisathafnir Gunnars eru í kastljósinu í Mannlífi sem nýlega er komið út. Þar er vikið að því sem blaðið telur spillingarmál og lóðabrask og ekki síður verktakatengslum Gunnars, málinu tengdu Goldfinger og síðast en ekki síst sviptir blaðið hulunni af því sem það telur ástæður þess að Gunnar varð ekki ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, ölvunarakstri. Mikla athygli vakti árið 2003 þegar að Gunnar varð ekki ráðherra, heldur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem var fjórða á lista flokksins í Kraganum og löngum hefur ástæðum þess verið velt fyrir sér.

Gunnar hefur auðvitað sinn rétt að verja heiður sinn og eðlilegt að hann geri það telji hann óeðlilega að sér sótt með þessum skrifum. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum þessa merkilega stríðs Ísafoldar/Mannlífs og Gunnars Inga Birgissonar, hins mikla pólitíska risa í Kópavogi, sem þar hefur ríkt yfir bæjarmálunum í hartnær tvo áratugi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég býð spennt eftir næsta tímariti Ísafoldar, í því birtast fleiri myndir af Gunnari I Birgis á klámbúkkunni Goldfinger að sögn Reynis Traustasonar.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.6.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ékki þarf nú mikið til að gleðja þig Guðrún Magnea. Ekki eru kröfurnar til spennandi lífs miklar. En á meðan líf þitt snýst um slíkt fánýti þá má segja að varla er núningurinn mikill og skráveifur þær sem þú veður fyrir djúpar. Það er alltént af hinu góða. Vona bara að myndirnar hans Jóns Trausta sem hann fékk gratis upp í hendurnar frá þeim hefnigjarna valdi ekki vonbrigðum.  

Forvitna blaðakonan, 16.6.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband