Ísland á EM í Noregi - sigur gegn Serbum!

Guðjón ValurÞað var ævintýralega skemmtilegt að fylgjast með Íslendingum leggja Serba í Laugardalshöllinni í kvöld og tryggja sér með því farseðil á EM í Noregi í janúar 2008. Frábær leikur og mikil var gleðin með úrslitin, og það á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Þetta var þó ótrúlega tæpt undir lokin, eftir glæsilegan leik lengst af og spennan var óbærileg með að vita hvoru megin þetta muni velta að lokum.

Þetta fór vel og sigurstemmningin var í senn ósvikin og kraftmikil er á hólminn kom. Þetta er auðvitað mjög merkilegur áfangi, með þessu er liðinu allir vegir í raun færir og mikilvægt að það fái tækifæri til að sýna hvað í því eiginlega búi. Við náðum ágætis árangri á HM í Þýskalandi í janúar, en við viljum auðvitað helst komast lengra en síðast, það vilja alltaf allir, og því vonumst við eftir góðu gengi í Noregi.

Ég er að hugsa um að skella mér til Noregs í janúar, fannst leiðinlegt að missa af HM, en nú í janúar mun maður skella sér í góðra vina hópi út og skemmta sér yfir leikjunum. Einfalt mál það.


mbl.is Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband