Litið bakvið tjöldin - er vændi á dansstöðunum?

Klippan úr Íslandi í dag Það var mjög athyglisvert að sjá skyggnst bakvið tjöldin á nektardansstað í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þar farið með myndavél og sýnt allt sem gerðist. Þar virtist allt í boði, ekki bara dansinn einn að því er virtist og greinilega fátt til í því að þar sé ekki stundað vændi. Þetta stutta en sláandi myndbrot mun eflaust vekja nýja umræðu um það sem gerist almennt á þessum stöðum.

Dægurmálaþættirnir hafa vakið umræðu um þessa umdeildu dansstaði sem eðlilegt er eftir umfjöllunina í Ísafold, þar sem sjónum var beint að Geira og Goldfinger. Væntanlega heldur sú umfjöllun áfram í næsta blaði þar ef marka má umfjöllun þeirra feðga Reynis og Jóns Trausta. Talað er jafnvel um að fleiri myndir birtist af heimsókn Gunnars Birgissonar á staðinn.

Ekki fylgdi sögunni hvaða staður þetta var sem Ísland í dag tók fyrir. Hinsvegar er alveg ljóst að meira er að gerast á þessum stöðum en látið er líta út fyrir ef marka má allavega þetta myndbrot sem kemur með athyglisvert sjónarhorn á veruleikann sem í gangi er. Kannski þetta verði heitasta umræðan í sumar. Hver veit.

Klippan úr Íslandi í dag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er auðvitað eitthvað sem maður vissi þó svo að maður hafi ekki allt eftir sem maður heyrir,vill ekki vera Gróa, þó svo hún hafi stundum rétt fyrir sér.

Sorinn er hér á landi eins og annarsstaðar þó svo ég vilji ekki ásaka neinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband