Fram landar sigri - pressan á KR-inga eykst

Fram Það hlýtur að vera mikil gleði í Safamýrinni í kvöld með sigur Framara á Fylki. Það er þeirra fyrsti sigur á leiktíðinni. Pressan eykst nú væntanlega til muna á KR-ingana, sem eru staddir í sannkallaðri martröð án sigurs á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Staða þeirra hefur ekki verið verri í fjöldamörg ár og góð ráð orðin þeim mjög dýr.

Fram er auðvitað gamalt knattspyrnuveldi en er að spila aftur í úrvalsdeildinni eftir fall fyrir tveim árum og því stutta vist í 1. deildinni. Þetta er fyrsti sigur Fram á Fylki í ein fimm til sex ár, sennilega frá árinu 2001 ef ég man rétt, og ætti að vera þeim sannkölluð uppörvun eftir dapra byrjun á fótboltasumrinu. Ég þekki marga Framara og veit því svosem vel að þeir þrá gott gengi og kannski mun eitthvað rætast úr þessu fyrir þeim. Þeir eru þó enn í næstneðsta sæti í deildinni, en eins og flestir mun reyndar aðeins eitt lið falla í sumar vegna uppstokkunar á deildinni.

KR er eins og fyrr segir komið í mikla martröð. Næsti leikur þeirra er við HK í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Það verður svakalegt högg fyrir KR-inga tapi þeir sjöunda leiknum í röð og svo sannarlega farið að syrta suddalega í álinn hjá þeim fari þeir stigalausir úr Kópavogi úr þeim leik.

mbl.is Fram sigraði Fylki 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum nú Valsarar, en Fram mátti alveg vinna þennan leik. KR eru bara týndir og tröllum gefnir.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fram bjargar sér frá vondum botninum með þessu. KR-ingar fara bráðlega að biðja allar þær bænir sem þeir muna eftir hehe. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hlakkar í ykkur, en spyrjum að leiktíðarlokum. Reykjavíkurstoltið vaknar senn af værum blundi og Guð hjálpi þá þeim sem biðja nógu vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég spái því að Hk vinni Kr og hefji svo viðræður um að sameinast Val undir merkjum Vals

Óðinn Þórisson, 19.6.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband